Jón Sigurðsson hættir formennsku í Framsókn

Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur tilkynnt nánustu samstarfsmönnum sínum síðustu dagana að hann ætli sér að láta af formennsku í Framsóknarflokknum. Þetta var óhjákvæmilegt auðvitað í stöðunni fyrir hann. Jón missir ráðherrastól sinn á næstu dögum og hann hlaut ekki kjör á Alþingi í kosningunum 12. maí sl. Staða hans var því orðin vonlaus.

Ég skrifaði ítarlegan pistil um þessi yfirvofandi pólitísku endalok Jóns Sigurðssonar í gær og bendi á þau skrif. Það blasti við öllum að staða Jóns hefði verið allt önnur hefði hann haldið ráðherrastól og verið áfram í fronti innan ríkisstjórnarinnar. Með því hefði hann haft lykilstöðu til að vera virkur þátttakandi í stjórnmálum bæði talsmaður innan þingflokks og í þingumræðum - leiða Framsóknarflokkinn innan þings og hafa alvöru hlutverki að gegna við að byggja flokkinn upp.

Með endalokum stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hurfu þær vonir Jóns Sigurðssonar og endalokin voru ljós. Hann fer frá velli innan við ári eftir formannskjör sitt. Þessi orðrómur um endalokin er bara staðfesting þess sem allir vissu. Það verður fróðlegt að sjá hvað við tekur en óneitanlega er staða Guðna Ágústssonar sterk í þessu ljósi og mjög líklegt að hann taki við formennsku sem sitjandi varaformaður. Aftur á móti gætu orðið átök um formennskuna á næsta flokksþingi.

Það stefnir í uppstokkun innan Framsóknarflokksins á öllum sviðum samhliða yfirvofandi formannsskiptum. Það blasir við öllum. Það verður fróðlegt að sjá hver mun taka við formannshlutverkinu nú þegar að Jón Sigurðsson er orðinn pólitískt landlaus og formannsskipti í augsýn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Sævarr Ólafsson

Flott frétt hjá þér Stefán. En væri ekki heiðarlegra að geta heimilda?

f.h. Íslands í dag

Steingrímur S. Ólafsson 

Steingrímur Sævarr Ólafsson, 21.5.2007 kl. 19:29

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Steingrímur og takk fyrir heimsóknina. Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að það var fjallað um þetta í Íslandi í dag.

Hinsvegar er þetta að mínu mati engin frétt. Formaður Framsóknarflokksins var búinn pólitískt í þeirri stöðu sem upp er komin. Hann er ekki þingmaður og missir ráðherrastólinn, án þessa er hann landlaus. Það er afskaplega einfalt í pólitíska litrófinu okkar.

Ég skrifaði langan pistil um þetta í gær útfrá þeim forsendum að hann væri að hætta og lít ekki svo á að þetta séu neinar nýjar fréttir. Ég kipptist svosem ekki við að heyra orðróminn um þetta í Íslandi í dag. Þetta er endapunktur ferlis sem varð ljóst um leið og allir vissu að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking væru að mynda stjórn.

Hinsvegar var þetta flott umfjöllun í kvöld og þið megið vera stolt af henni. Gangi ykkur vel með þáttinn.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.5.2007 kl. 19:36

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Það er ekki á hverjum degi að ég fer að verja Framsóknarflokkinn. Með inngöngu Jón Sigurðssonar sem formann Framsóknarflokksins var stigið það skref að lokksins var kominn maður með reynslu og var mjög heiðarlegur maður að ég held sjálfur.

Maður sem hefði komið flokknum á rétta braut og hreinsað flokkinn af óheppilegum málum sem þjóðin er kunnugt um og hefur kveðið upp sinn dóm. Ekki ætla ég að rifja þau mál upp

Málið snýst að hafa heiðarlegt og traust fólk sem starfa að velferð fyrir þjóðinna. Með því að kjósa Guðna Ágústsson, Sif Friðleifsdóttur væri að ganga hreinlega frá flokknum fyrir fullt og allt. Það þarf nýjan leiðtoga Mætti byrja á Valgerði og fá varaformann eins og Björn Inga og hreinsa til í flokknum. með því að færa fólk til

Ef þetta verður ekki gert mun Framsóknarflokkurinn bíða afhroð. Það verður að breyta til. Ef Framsóknarflokkur á að verða afl sem eftir er tekið eftir.

Jón Sigurðsson verður saknað sem traustan og heiðarlegan ráðherra sem að ég held að þjóðin  sé sannmála mér í þeirri skoðun.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 21.5.2007 kl. 21:10

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Heill og sæll Jóhann Páll og takk fyrir kommentið.

Er þér algjörlega sammála um að Jón Sigurðsson er heiðarlegur, vandaður og traustur maður. Sögulegur kosningaósigur Framsóknarflokksins þann 12. maí sl. var ekki ósigur Jóns Sigurðssonar, þetta var ósigur Halldórs Ásgrímssonar og áfellisdómur þjóðarinnar yfir honum og sundrungunni sem einkenndi lokasprett valdaferils Halldórs innan ríkisstjórnar og Framsóknarflokksins. Það er einfalt mál.

Hver svo sem framtíð Jóns verður er ég þess fullviss að honum séu allir vegir færir að loknu stjórnmálastarfi. Meginhluti ævi hans hefur verið á öðrum vettvangi og það fer gott orðspor af honum, enda maður sem hefur alltaf lagt sig allan fram og unnið vel. Hann fórnaði sér flokkinn sinn, sem var aðdáunarvert góðverk af hans hálfu í þeirri vondu stöðu sem flokkurinn var í við afsögn Halldórs.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.5.2007 kl. 22:34

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ég er ekki alfarið sammála Jóhanni hér að ofan.

Nú eru fjögur ár til næstu kosninga og ég teldi rétt að kjósa nú framtíðar formann sem gæti kynnt sín verk fram að næstu kosningum og öðlast reynslu. Í því ljósi væri rétt að kjósa Björn Inga sem formann strax, annað væri fráleitt. Framsóknarflokkurinn þarf á algjörri endurnýjun að halda.

Ágúst Dalkvist, 21.5.2007 kl. 22:37

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú virðist hafa verið svolítið fljótur á þér þarna Stefán!

Furðulegt að Steingrímur Sævarr sé sár yfir því að þú getir ekki heimilda!  Hvernig væri að hann upplýsti okkur um sinn heimildamann vegna þessarar andvönu fæddu fréttar sinnar?

Jón Sigurðsson má ekki hætta sem formaður Framsóknarflokksins og BIH getur beðið síns tíma, sem vonandi kemur aldrei!

Sigrún Jónsdóttir, 21.5.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband