Guðni Ágústsson gerir upp við Halldór Ásgrímsson

Halldór Ásgrímsson og Guðni Ágústsson Það var mjög áhugavert að lesa viðtal Björns Þórs Sigbjörnssonar við Guðna Ágústsson, formann Framsóknarflokksins, í Fréttablaðinu í dag. Þar gerir Guðni upp við Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra og flokksformann. Gremja Guðna yfir atburðarásinni sumarið 2006 þar sem greinilega var reynt að koma í veg fyrir að Guðni tæki við flokknum situr greinilega enn þungt í honum.

Orðrétt segir Guðni í viðtalinu við Björn Þór, þar sem hann víkur að pólitískum endalokum Halldórs og augljósum vinnubrögðum í þá átt að hann hætti með honum og þess sem tók við er hann ákvað að halda áfram: "Halldór taldi mig ekki þann réttborna arftaka sem Framsóknarflokkurinn ætti að fá. Ég veit ekki hvers vegna það var, hvort hann treysti mér ekki fyrir flokknum eða hvort andstaða mín við þessa Evrópusambandshugsun hans réði því."

Ískuldi var orðinn í samskiptum Halldórs og Guðna er þarna var komið sögu og ekki var hægt að leyna innri átökum þeirra. Það hlýtur að hvarfla að einhverjum nú hvort að það hefði ekki verið réttast að Guðni tæki strax í fyrrasumar við flokknum, enda fer þar reyndur og öflugur stjórnmálamaður sem hefði komið flokknum sér betur á erfiðum kosningavetri, þó að Jón Sigurðsson hafi vissulega um margt staðið sig vel. Það er margt merkilegt í þessu viðtali. Þarna er farið yfir víðan völl. Athygli vekja þau ummæli Guðna að hann eigi von á langri stjórnarandstöðuvist.

Það væri áhugavert að vita hver skoðun Halldórs Ásgrímssonar, sem nú er búsettur er í Kaupmannahöfn, er á því að Guðni hafi tekið við völdum í flokknum, innan við ári eftir afsögn hans sem forsætisráðherra og eftir að reynt var að ganga framhjá Guðna í goggunarröð innan flokksins með áberandi hætti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband