Hasar í Hnífsdal - mikilvægi sérsveitarinnar

Hasar í Hnífsdal

Það er napurt að heyra af því að sérsveit lögreglunnar hafi þurft að yfirbuga byssumann sem skaut að konu sinni í Hnífsdal. Þetta er sláandi hasar fyrir lítið byggðarlag. Þarna sannaðist þó vel mikilvægi sérsveitarinnar. Lögreglan brást vel og skipulega við þessari ógn að mínu mati - sérsveitin hefur þjálfun og getu til að bregðast við svona slæmu ástandi.

Þetta atvik minnir mjög vel á það, hversu brýnt er að lögreglan sé undir það búin að takast á við hættuleg verkefni, í takt við þetta. Fyrir nokkrum árum þótti ekki öllum sem sitja á Alþingi mikilvægt að breyta skipulagi á yfirstjórn sérsveitar lögreglunnar til að sveitin væri ávallt til taks og sveigjanlegri en áður hefði verið. Því síður virtist skilningur á því hjá fjölda fólks þá að nauðsynlegt væri að efla sérsveitina og fjölga í henni.

Þessi staða sýnir vel hversu rétta stefnu sérsveitin hefur tekið og að hún sé vel búin fyrir ástand sem getur komið úr óvæntustu átt, rétt eins og þetta heimilisofbeldi vestur á fjörðum.


mbl.is Byssumaður yfirbugaður í Hnífsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já einmitt og líka mjög gott að það skuli vera orðnar nægilega margar þyrlur til að anna slíkum útköllum sem að sjálfsögðu þola enga bið

Ragnheiður , 9.6.2007 kl. 13:58

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég er sammála hrossinu í haganum um, hve gott sé, að þyrlum hafi fjölgað. Sá, sem á fyrst og fremst heiðurinn að því, heitir Björn Bjarnason og var ráðherra dómsmála í síðustu stjórn. Hann er dómsmálaráðherra enn til allrar Guðs lukku. Fjáraustur Jóhannesar í Bónus í heilsíðuauglýsingar daginn fyrir kjördag dugðu ekki til að fella Björn Bjarnason nógu neðarlega á lista, til að hann dytti út sem líklegt ráðherraefni. Jóhannes Jónsson í Bonus ætti að taka tilboði Hannesar H. Gissurarsonar um að sættast við Björn Bjarnason, þá myndi hneisa hans falla fyrr í gleymsku en ella.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 9.6.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband