Björgvin og Raggi syngja loks saman dúett

Björgvin og Raggi Björgvin Halldórsson og Ragnar Bjarnason eru með fremstu söngvurum íslenskrar tónlistarsögu og eru fulltrúar tveggja kynslóða í bransanum. Þrátt fyrir samofna sögu árum saman í tónlistinni hafa þeir þó aldrei sungið saman lag opinberlega, hvorki á sviði eða á plötu, sem er með ólíkindum eiginlega. Það breytist nú þegar að þeir syngja saman á nýjustu Íslandslagaplötunni.

Það er viðeigandi að þeir syngi saman undurfagurt lag Ragga sjálfs við glæsilegt ljóð Steins Steinarrs, Barn. Lagið var samið í upphafi áttunda áratugarins og er eitt besta lagið sem Raggi hefur sungið á löngum tónlistarferli. Ég verð að viðurkenna að ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég sá þessa frétt að þeirra leiðir hefðu aldrei legið saman í dúett með neinu tagi fyrr en núna, eiginlega seint og um síðir.

Þetta eru svo áberandi fulltrúar íslenskrar tónlistar fyrr og nú að það er með ólíkindum að svo seint komi að því að þeir taki lagið saman. Það er jafnan svo mikið um dúetta og allskyns útgáfur að það er mjög spes að aldrei hafi nokkrum manni dottið í hug að láta þá syngja saman. Það verður áhugavert að heyra lagið Barn í þessari útsetningu.


Viðbót - kl. 19:30
Nýrri útgáfa lagsins Barn í flutningi Ragnars Bjarnasonar, frá árinu 2004, er í spilaranum hér á síðunni minni.

mbl.is Björgvin Halldórsson og Ragnar Bjarnason syngja saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kaptein ÍSLAND

enn passa þeirra raddir samann í dúett? svo ólíkar raddir

kaptein ÍSLAND, 25.6.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það verður gaman að heyra hvernig raddirnar passa. Ég var einmitt að hugsa um það í dag hvernig að þetta kæmi út. Þar sem að ekkert lag er til með þeim saman verður þetta skemmtileg blanda og áhugavert að heyra lagið með þeim saman. En þetta er merkur viðburður, enda eru þetta tveir mjög öflugir söngvarar í okkar tónlistarsögu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.6.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband