Einar Oddur Kristjánsson látinn

Einar Oddur KristjánssonEinar Oddur Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, er látinn, 64 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur í fjallgöngu í Dýrafirði í gær. Það er gríðarlegt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að missa Einar Odd með svo snöggum og sorglegum hætti. Það leikur enginn vafi á því í mínum huga að Einar Oddur var einn litríkasti þingmaður flokksins. Hann þorði að fara á móti straumnum og lét óhikað í sér heyra þegar að hann var andvígur málum, sem meira að segja voru lykilmál, á borð við öryggisráðsframboðið margfræga. Þá dáðist ég að honum.

Einar Oddur Kristjánsson fæddist á Flateyri 26. desember 1942. Hann hefur verið lykilmaður í starfi Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum í áratugi. Hann var framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Hjálms hf. á Flateyri um árabil og var ennfremur stjórnarformaður Kambs hf. Einar Oddur sat í rúman áratug í hreppsnefnd Flateyrarhrepps. Hann var formaður Vinnuveitendasambands Íslands í þrjú þýðingarmikil ár í íslenskri sögu, árin 1989-1992. Hann var einn lykilmanna í hinni sögufrægu Þjóðarsátt, vinnuveitenda og verkafólks, árið 1990, sem lagði grunninn að mikilli farsæld landsins í upphafi tíunda áratugarins. Eftir það var hann af mörgum nefndur Bjargvætturinn.

Einar Oddur Kristjánsson var kjörinn á Alþingi fyrir Vestfjarðakjördæmi í alþingiskosningunum í apríl 1995. Áður hafði hann verið formaður Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar, fulltrúaráðsins í V-Ísafjarðarsýslu og kjördæmisráðsins á Vestfjörðum. Einar Oddur kom inn á þing í stað Matthíasar Bjarnasonar, lykilforystumanns Sjálfstæðisflokksins um árabil á Vestfjörðum. Einar Oddur fyllti í sæti Matthíasar og gott betur en það. Hann reyndist sjálfstæðismönnum fyrir vestan traustur og öflugur leiðtogi í gegnum öll verk þessara tólf ára sem hann sat á Alþingi.

Einar Oddur Kristjánsson hefur verið litríkur stjórnmálamaður og aldrei hikað á sinni vegferð - hefur þorað og haft á sér blæ mannsins sem talar þegar að hann hefur skoðanir. Fyrir það verður hans minnst um alla tíð. Hafi hann þökk fyrir allt hið góða sem hann gerði. Lengi verður í huga mér spjallið okkar á veitingahúsinu Strikinu, eftir fund Sóknar um sjávarútvegsmál í október 2005 í Háskólanum hér á Akureyri. Það var kjarngott og skemmtilegt spjall um pólitík.

Ég votta Sigrúnu Gerðu, Brynhildi, Kristjáni og Teiti innilega samúð mína. Þau hafa misst mikið - það hafa líka sjálfstæðismenn á Vestfjörðum sem voru svo lánsamir að eiga Einar Odd, hinn trausta lykilmann, að sem þeirra trúnaðarmann í stjórnmálaforystu.

Guð blessi minningu Einars Odds.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Takk fyrir hugleiðingu, ég votta öllum hlutaðeigandi innilega samúð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.7.2007 kl. 01:03

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Votta Sigrúnu Gerðu, Brynhildi, Kristjáni, Teiti
og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð.

Guð blessi minningu Einars Odds Kristjánssonar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.7.2007 kl. 01:30

3 Smámynd: halkatla

þetta er hræðilegt

halkatla, 15.7.2007 kl. 02:40

4 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Vissulega er að mörgu að hyggja þegar sagt er frá andláti fólks, sérstaklega yfir hásumartímann þegar kannski erfitt er að ná í aðstandendur vegna sumarfría.

Sunnudagsblað Fréttablaðsins kom inn um bréfalúguna hjá mér fyrir rúmum einum og hálfum klukkutíma og á forsíðunni er andlátsfréttin birt.

Ég votta aðstandendum Einars Odds mína dýpstu samúð. 

Björg K. Sigurðardóttir, 15.7.2007 kl. 03:06

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Guð blessi aðstandendur Einars Odds og minninguna um hann.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.7.2007 kl. 03:16

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sannarlega var Einar Oddur mikill stjórnmálaskörungur og ófeiminn við að láta sínar skoðanir í ljós. Sem hann og fylgdi fast eftir. Ég votta aðstandendum Einars Odds mína dýpstu samúð.

Hallgrímur Guðmundsson, 15.7.2007 kl. 03:53

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er mikil sorgarfregn, dáinn langt fyrir aldur fram. Einar Oddur var einstaklega skýr og skemmtilegur áheyrnar, í raun heimilisvinur okkar allra, sem horfum á sjónvarp. Ég votta öllu hans fólki innilega samúð mína.

Jón Valur Jensson, 15.7.2007 kl. 03:57

8 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Thar fer maður með eigin skoðanir allt of fljótt mikill er missir flokksins,ég votta fjoelskyldu hans mína dýpstu samúð.

María Anna P Kristjánsdóttir, 15.7.2007 kl. 09:43

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Guð blessi minngu Einars Odds.

Óðinn Þórisson, 15.7.2007 kl. 10:32

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég endurtek einlæga samúðarkveðju mína, sem af einhverjum ástæðum hefur dottið út. Þar kvað ég Einar Odd heimilisvin okkar allra vegna kynna okkar af honum í sjónvarpi sem skýrum og skemmtilegum málsvara sinna hugsjóna og baráttumála. Og það er oft tekið þannig til orða, að hæfileikamenn deyi fyrir aldur fram, þegar allir hefðu vænzt þess, að þeim yrði mun lengri lífdaga auðið, landi og þjóð til blessunar. Með slíkum orðum var ég að sjálfsögðu ekki að hafna því, að Drottinn geti útmælt okkur tímann og kallað okkur til sín, eins og Honum lízt bezt. Guð blessi minningu Einars Odds og styrki aðstandendur hans alla.

Jón Valur Jensson, 15.7.2007 kl. 12:41

11 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka þer fyrir Friðrik,þú sagðir það sem þurfti við þessar sorglegu fréttir/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 15.7.2007 kl. 16:03

12 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Þetta eru afar sorgleg tíðindi og ég votta öllum aðstandendum samúð. Hræðilegt að missa kraftmikinn þingmann í fullu fjöri.

Lára Stefánsdóttir, 15.7.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband