Mun Ólafur Ragnar halda áfram á forsetastóli?

Ólafur Ragnar Í dag er ár ţar til ađ ţriđja kjörtímabili Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli lýkur. Hann hefur nú veriđ forseti Íslands í ellefu ár, eđa frá 1. ágúst 1996. Spurningar eru ţví farnar ađ vakna um hvort ađ hann muni sćkjast eftir endurkjöri ađ vori eđa draga sig í hlé. Ólafur Ragnar verđur 65 ára á nćsta ári, eđa ári yngri en Vigdís Finnbogadóttir var er hún ákvađ ađ gefa ekki kost á sér í forsetakosningunum 1996.

Fari Ólafur Ragnar fram aftur mun hann feta í fótspor Ásgeirs Ásgeirssonar og Vigdísar Finnbogadóttur, sem gáfu kost á sér fjórum sinnum á forsetastól. Ólafur Ragnar Grímsson sagđi í kosningabaráttunni 1996 reyndar ađ átta ár vćru hćfilegur tími á forsetastóli en sóttist engu ađ síđur eftir ađ sitja hiđ ţriđja. Eins og flestir vita hafa nú veriđ lögđ drög ađ ćvisögu Ólafs Ragnars sem eigi ađ koma út fyrir jólin. Margir ţykjast telja ađ ţar verđi um uppgjörsbók ađ rćđa á atburđum forsetaferilsins umfram allt.

Persónan sem er miđpunktur hennar hefur búiđ á forsetasetrinu ađ Bessastöđum nú í ellefu ár og hefur upplifađ sorgir og gleđi ţar. Ólafur Ragnar Grímsson hefur alltaf veriđ umdeildur mađur. Honum tókst ađ kasta af sér grímu umdeilds stjórnmálamanns áriđ 1996 međ athyglisverđum hćtti og hljóta atkvćđi fólks úr ólíkum áttum, meira ađ segja ţeirra sem aldrei hefđu kosiđ hann í ţingkosningum, eftir skrautlegan stjórnmálaferil í forystu Alţýđubandalagsins og sem óvinsćll fjármálaráđherra sem sýndur var í gervi Skattmanns í Áramótaskaupi ein áramótin er hann sat á ráđherrastóli. Honum tókst ađ byggja nýja ímynd, allt í einu varđ pólitíski klćkjarefurinn ađ reffilegum statesman sem lćkkađi röddina og breytti sér úr vígreifu ljóni í ljúfasta lamb.

Stóra stjarna forsetakosninganna 1996 var ţó ekki síđur Guđrún Katrín Ţorbergsdóttir, fyrri eiginkona Ólafs Ragnars, sem lék lykilrullu í sigrinum mikla. Ţau voru saman í forsetaframbođi og hún markađi sér annan sess en eiginkonur fyrri forsetaframbjóđanda og var ţungamiđja í baráttunni, einkum ţó sem formađur stuđningsmannafélags hans sem hélt utan um baráttuna. Guđrún Katrín sló í gegn og tók virkan ţátt í baráttunni uns yfir lak. Hún var ekki síđur hinn afgerandi sigurvegari júníkvöldiđ ţegar ađ Ólafur Ragnar tók kjöri eftir ađ hafa tekist ađ vinna kosningarnar međ glćsibrag.

Guđrún Katrín varđ stór hluti forsetaembćttisins viđ forsetaskiptin - hún hafđi lykilstöđu og var ekki bara settleg eiginkona forseta, hún var ólík fyrri forsetafrúm ţjóđarinnar. Hennar naut ţó ekki lengi viđ. Hún greindist međ hvítblćđi rúmi ári eftir kjör Ólafs Ragnars og eftir erfiđa međferđ viđ meininu virtist henni hafa tekist ađ yfirstíga veikindin. Bakslagiđ kom í júní 1998. Hún greindist aftur og hélt til Seattle ţar sem hinsta vonin var til stađar á krabbameinsstofnun. Allt kom fyrir ekki. Guđrún Katrín lést í október 1998. Hún var íslensku ţjóđinni harmdauđi.

Ţjóđarsorg var í landinu ţessa októberdaga er komiđ var međ líkkistu hennar heim í haustkaldri snjókomu og hún var kvödd. Andlát hennar var gríđarlegt áfall fyrir forsetann og hann gekk ţá í gegnum sína erfiđustu daga á embćttisferlinum. Ţađ verđur fróđlegt ađ lesa umfjöllun um ţessa dimmu daga er forsetinn kvaddi eiginkonu sína í kastljósi fjölmiđlanna. En hann fann hamingjuna ađ nýju hjá Dorrit Moussaieff nokkru eftir lát Guđrúnar Katrínar og ţau giftust viđ rólega athöfn ađ Bessastöđum á sextugsafmćli forsetans.

Pólitísk átök hafa orđiđ á forsetaferli Ólafs Ragnars. Allir muna eftir örlagadeginum mikla 2. júní 2004 ţegar ađ hann synjađi fjölmiđlalögum stađfestingar og beitti málskotsréttinum margfrćga, 26. grein stjórnarskrár, í beinni sjónvarpsútsendingu á dramatískum blađamannafundi á Bessastöđum. Hinn dauđi bókstafur laganna, eins og Ólafur Ragnar kallađi hann áriđ 1977, lifnađi viđ í örlagaríkri ákvörđun hans. Áralöng átök Davíđs Oddssonar og Ólafs Ragnars urđu umfjöllunarefni í fréttatímum og frćg gjá myndađist milli ađila.

Ólafur Ragnar Grímsson hefur vissulega frá mörgu ađ segja. Árin ellefu á Bessastöđum hafa veriđ örlagaríkur tími á ćvi hans og veriđ eftirminnilegur tími, einkum pólitískt, í sögu landsins. Eflaust mun frásögn af ţeim verđa áhugaverđ í bókaskrifum. En bókin kemur á ţeim tímapunkti ađ ţriđja kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar rennur brátt sitt skeiđ. Ákvörđun um framhaldiđ er handan viđ horniđ.

Er bókin uppgjör viđ litríkan forsetaferil ađ leiđarlokum eđa er hún hinn dramatíski upphafspunktur ţess ađ Ólafur Ragnar Grímsson feti í fótspor Ásgeirs Ásgeirssonar og Vigdísar Finnbogadóttur; horfi til fjórđa kjörtímabilsins? Ţegar ađ stórt er spurt verđur víst ćđi oft fátt um svör. Ţađ eru ţó örlagaríkir tímar framundan fyrir húsbóndann á Bessastöđum hvort sem verđur ofan á ađ lokum.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiđur

Ég er ekki viss um ađ hann fari fram í 4 sinn, ţetta er fín samantekt á forsetatíđ hans.

Ragnheiđur , 2.8.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Vonandi situr hann ekki áfram

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.8.2007 kl. 00:14

3 Smámynd: Ingibjörg Friđriksdóttir

Ég er sammála hrossinu í haganum, ţetta er fín samantekt á forsetatíđ Ólafs Ragnars, hefđi jafnvel viljađ kveđa sterkara ađ orđi.  Jafnframt er ég sammála Árna Guđmundssyni um farsćlan ferils forsetans.  Ég vona ađ hann sjái sér fćrt ađ sitja áfram, ţví ég vil njóta krafta hans og frúarinnar sem ekki er síđri en hann sjálfur. 

Kannski má segja ađ Ólafur Ragnar hafi frábćran smekk, góđur mannţekkjari og skynsamur međ afbrigđum.  Allavega kann hann ađ velja sér lífsförunaut.

Ef Ólafur situr eitt kjörtímabil í viđbót, ţá vil ég stinga upp á ţví ađ viđ kjósum okkur konu nćst.  Ég ćtla vekja athygli á blogginu mínu, á einni sem ég vil gjarnan sjá á Bessastöđum eftir 5 ár.

Ingibjörg Friđriksdóttir, 2.8.2007 kl. 13:16

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Árni, ţú hlýtur ađ vera ađ grínast

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.8.2007 kl. 15:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband