Sigrún Björk ver umdeilda ákvörðun sína

Sigrún Björk Jakobsdóttir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, hefur nú sent út frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar formlega gagnrýni sem hefur verið beint að henni vegna ákvörðunar bæjaryfirvalda að setja 23 ára aldurstakmark á tjaldsvæði bæjarins um verslunarmannahelgina. Það er skiljanlegt að bæjarstjórinn reyni að verja þessa ákvörðun, enda var hún tekin af henni og það er erfitt að bakka þegar að staðan er orðin með þeim hætti sem við hefur blasað undanfarna daga þar sem ákvörðunin er vægast sagt óvinsæl hérna í bænum og ólga til staðar vegna málsins meðal bæjarbúa.

Þessi ákvörðun væri kannski að mörgu leyti sterk og afgerandi í tilefni þessarar yfirlýsingar ef ekki væri sú veigamikla frétt undanfarna daga að hún nýtur ekki stuðnings meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar. Það hefur komið vel fram undanfarna daga að sjö bæjarfulltrúar styðja ekki þessa ákvörðun. Um er því að ræða landlausa ákvörðun, eða ég get ekki tekið öðruvísi til orða miðað við stöðu málsins. Það hefði reyndar þurft að koma betur fram í fréttaflutningi Hildu Jönu Gísladóttur hvaða bæjarfulltrúar væru andsnúnir þessari ákvörðun. En við blasir að meirihlutinn stóð ekki heill að þessari ákvörðun, sumir virðast varla hafa vitað af ákvörðuninni fyrr en hún hafði komist í fjölmiðla.

Það hefur komið vel fram í skrifum mínum að ég styð ekki það að setja frekari aldurstakmark á tjaldsvæðin hér en 18 ár mögulega. Af því leiðir að ég get ekki stutt þessa ákvörðun og stend því auðvitað við fyrri skrif mín um málið. Mér fannst þessi ákvörðun koma seint fram og hún virkaði illa á fólk að mjög miklu leyti. Það að setja bann á að 18-23 ára sjálfráða fólk geti tjaldað hér á Akureyri svo seint var mikið klúður og um er að ræða umdeilda ákvörðun. Það er í sjálfu sér mjög einfalt mál. Þegar að við bætist að meirihluti bæjarstjórnar stendur ekki heill að þessari ákvörðun er réttast að spyrja hvað standi eftir í raun.

Mér finnst undirskriftasöfnun þar sem afsagnar lykilfólks í bæjarmálunum er krafist þó fáránleg. Það er kosið til sveitarstjórna til fjögurra ára og myndu einhverjir segja af sér kæmu bara varamenn kjörinna lista til sögunnar í bæjarstjórn. Það má vel vera að fólk sé ósátt en þessi nálgun að krefjast afsagnar finnst mér vanhugsuð, þó ég skilji viðbrögð þeirra sem eru andsnúnir ákvörðuninni, en ég er auðvitað einn þeirra eins og sést af skrifunum. Hinsvegar mun ég ekki undir nokkrum kringumstæðum skrifa undir mótmælin sem hafa verið í fréttum undanfarna daga.

Vonandi læra allir eitthvað á þessu máli. Það væri auðvitað eðlilegast að farið verði eftir vilja meirihluta bæjarstjórnar og þessi ákvörðun verði ekki sett í framkvæmd aftur. Bæjarstjórinn á Akureyri hefur gengið í gegnum pólitískt napra tíma vegna þessa máls. Ég vona að hún hafi lært eitthvað af þessu máli. Það að ætla að setja aldurstakmörk af þessu tagi, einkum svo seint, hefur skapað umræðu um hátíðina sem slíka. Þá umræðu þarf að taka. Eftir stendur þó að ég mun ekki geta skrifað upp á ákvörðun af þessu tagi og vona að hún sé úr sögunni.

mbl.is Ákvörðun um að banna ungmennum að tjalda tekin af illri nausyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sammála hvorutveggja, bæði því að ákvörðunin var röng eða í það minnsta alltof, alltof seint á ferðinni og svo því að undirskriftasöfnunin er furðuleg. Hugsanlega hefði ég skrifað undir almenn mótmæli gegn ákvörðuninni. Hvernig er það annars: Yrðu fleiri ekki-utanbæjarmenn ef varafulltrúarnir tækju við?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.8.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband