Reynir og sme hefja samstarf á DV

DV Reynir Traustason hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Mér finnst það ansi merkilegt að það skuli þurfa tvo ritstjóra á svo lítið lesið dagblað. Þó að eitthvað hafi það tekið kipp upp á við í mælingum er það samt ekkert svo rosalega mikið lesið og væntanlega er ráðning Reynis ein leiðin til að reyna að kippa hlutunum eitthvað upp á við og reyna að hefja blaðið til þeirrar vegs og virðingar sem einkenndi það í denn þegar að þeir fóstbræður Jónas og Ellert þingmaður ritstýrðu því saman.

Það vakti athygli í dag að sme virtist koma af fjöllum þegar að ráðning nýja ritstjórans, hans nýja vinnufélaga á ritstjórnarskrifstofunum, var borin undir hann. Þetta hljómaði svona eins og köld vatnsgusa yfir ritstjórann að fá þennan vinnufélaga. Var hann ekki með í ráðum? Fékk hann kannski fréttina bara eins og við öll hin í gegnum slúðurpressuna á netinu?

Það var mikil flugeldasýning í fjölmiðlaheimum þegar að sme var ráðinn yfir á DV og til að stýra risi þess úr duftinu. Eitthvað hefur minna gengið í því en eflaust var stefnt að . Það verður fróðlegt að sjá hvernig að þessir tveir menn fúnkera saman. Eru þetta skilaboð um hnignandi gengi sme að fá þennan vinnufélaga með sér?

mbl.is Nýr ritstjóri DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband