Pólitísk klókindi bragđarefsins Pútíns

Vladimir Putin Forsćtisráđherraskiptin í Rússlandi sýna umfram allt pólitísk klókindi bragđarefsins Vladimirs Pútíns. Hann ćtlar sér greinilega ađ velja forsetaefni ađ ári til ađ fylla upp í forsetaferil sinn og ćtlar sér ađ fara fram í kosningunum áriđ 2012. Ţetta blasir viđ öllum sem sér atburđarásina réttum augum og skynjar hvađ er framundan. Pútín hefur á áratug gert rússneska pólitík algjörlega ađ sinni pólitík og tryggt sér bćđi mikil völd og áhrif á forsetastóli.

Fyrir áratug, síđsumars 1999, vissu fáir utan Rússlands hver Vladimir Pútín var ţegar ađ Borís Jeltsín ákvađ ađ skipa hann forsćtisráđherra. Hann var vissulega gegnheill leyniţjónustukall frá KGB-tímanum og fáum órađi fyrir ađ ţar fćri nćsti risi rússneskra stjórnmála, lykilspilari á alţjóđavettvangi. Margir töldu ţá ađ ţar vćri kominn enn einn forsćtisráđherrann sem fćri fyrir lok forsetaferils Jeltsíns, sem hafđi haft tögl og hagldir allt frá ţví ađ hann hafđi tekiđ völdin afgerandi eftir valdarániđ misheppnađa áriđ 1991 og hafđi risiđ upp úr öskustó kommaveldisins. Hann var skapmikill drykkjumađur sem markađi áhrif - og var líka ţekktur fyrir ađ sparka forsćtisráđherrum.

Mörgum ađ óvörum ákvađ Jeltsín ađ segja af sér forsetaembćttinu í áramótaávarpi á gamlársdag 1999. Allt í einu var leyniţjónustudulan Pútín orđinn einn valdamesti mađur heims sem starfandi forseti landsins fram ađ kosningum. Hann sigrađi forsetakosningarnar í mars 2000 međ mjög sannfćrandi hćtti og var endurkjörinn strax í fyrri umferđ áriđ 2004. Hann er einn vinsćlasti stjórnmálamađur í sögu Rússlands, hefur allt ađ 80% stuđning í könnunum - er međ alla fjölmiđla ađ mestu á bakviđ sig og ríkir međ járnkrafti eins og fyrrum lykilstjórnmálamenn Sovétríkjanna. Hefur markađ sig sem hinn stóra afgerandi drottnara veldis síns.

Stađan í Rússlandi er mikiđ áhyggjuefni. Mér finnst ţar horfa ansi margt til fortíđar og vert ađ hugsa um framtíđina sem blasir viđ. Stjórnarskráin meinar Pútín ađ gefa kost á sér í kosningunum nćsta vor og rúmlega átta ára forsetaferli er ţví ađ ljúka. Atburđarás vikunnar er ţó ekki beinlínis međ ţeim hćtti ađ Pútín ćtli sér ađ hverfa út í sólarlagiđ eins og George W. Bush, sem brátt lćtur ennfremur af embćtti. Hann ćtlar sér ađ stjórna atburđarásinni eins og kvikmyndaleikstjóri úr fjarska, halda um alla spotta og ráđa örlögum landsins, jafnt sem stuđningsmannahjörđar sinnar. Hann ćtlar sér ađ vera meginspilari áfram á sviđinu.

Ţađ kćmi mér ekki ađ óvörum ef ađ Pútín ćtlađi sér ađ velja ţćgan eftirmann. Líklegast er ađ ţađ verđi annađhvort ţessi litlausi nýji forsćtisráđherra, Viktor Zubkov, eđa Sergei Ivanov - menn sem myndu ganga fyrir björg bćđi Pútín ţá um ţađ. Ţađ á ađ setja ţćgan innanbúđarmann inn sem uppfyllingu til fjögurra ára. Ekkert meinar Pútín ađ fara fram eftir fimm ár í kosningunum ţá og vćntanlega er plottiđ ađ ţá komi hann međ sinn steinrunna svip eins og riddarinn á hestinum hvíta inn á pólitíska sviđiđ í Rússlandi.

Á međan horfum viđ öll út í gráđiđ og hugsum okkur um ţađ hvort ađ Rússland sé ađ verđa sama sjúka einrćđisríkiđ og ţađ var áđur en múrinn féll og kommagrýlan var sigruđ. Flashbackiđ til fortíđar í Rússlandi er verulegt áhyggjuefni, segi ég og skrifa.

mbl.is Pútín segir Zúbkov hugsanlegan arftaka sinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viđar Hilmarsson

Mér ţykir ţađ frekar langsótt ađ Pútín muni velja eftirmann sinn til ađ sitja sem lepp nćstu fjögur árin og bjóđa sig svo aftur fram til forseta ađ ţeim tíma liđnum.

Helgi Viđar Hilmarsson, 14.9.2007 kl. 20:10

2 Smámynd: Stefán Friđrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Helgi Viđar: Pútín gat ekki aftekiđ ţađ í dag ađ hann fćri fram áriđ 2012 og hefur aldrei gert reyndar, svo ađ ég tel ţađ mjög líklegt ađ hann fari fram ţá og ćtli sér ađ velja uppfyllingu í millitíđinni, sennilega ţennan litlausa nýja forsćtisráđherra. Ţađ eru allir helstu fjölmiđlar heims ađ velta ţessu fyrir sér og ekki undrunarefni.

Viđar: Pútín er ekki alslćmur. En tök hans á fjölmiđlum landsins og fleiri lykilţáttum hafa fćrt Rússland til baka stjórnkerfislega. Ţetta er ađ fá á sig enn meiri blć einrćđis. Í flestum löndum fćr stjórnarandstađan sinn sess í umrćđunni en ţarna er umrćđan verulega einsleit. Ţađ er bara ţannig. En nú líđur ađ lokum tíma Pútíns. Hann á nokkra mánuđi eftir í embćtti og fróđlegt ađ sjá hver arftakinn verđur.

mbk.

Stefán Friđrik Stefánsson, 15.9.2007 kl. 00:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband