Fimm vikna bið Einars eftir afsökunarbeiðni lýkur

Kristján L. Möller Það er ekki hægt að segja að Kristján L. Möller, samgönguráðherra, hafi verið einlægur og iðrandi í afsökunarbeiðni sinni til Einars Hermannssonar, skipaverkfræðings, í sjónvarpsviðtali á Reykjavíkurflugvelli í gær. Eftir fimm vikna bið; japl, jaml og fuður ráðherrans í slagtogi við aðstoðarmann sinn, komust þeir auðvitað að þeirri niðurstöðu að ekki yrði hjá því komist að biðja Einar afsökunar. Annað var ekki í stöðunni.

Kristján gat ekki annað eins og komið var en óskað eftir fundi með Einari og reynt að ljúka málinu með sómasamlegum hætti. Þetta tók samt ráðherrann ótrúlega langan tíma til að klára málið með þessum hætti. Hann virtist fyrst ætla að taka þá nálgun á stöðuna að segja ekki neitt en senda þess í stað aðstoðarmanninn Róbert Marshall á fjölmiðlana. Það skilaði ekki miklum árangri og eftir stóðu þeir félagar skítugir upp fyrir haus. Þetta var þeim hvorugum til mikils sóma og ég held að það sé enginn sem verji framgöngu þeirra þessa fimm vikurnar, ekki einu sinni flokksfélagar þeirra.

En ég get ekki sagt annað en það sé mjög mikilvægt að Kristján biðjist afsökunar. Þetta var bara klúður af hans hálfu og eðlilegt að hann bindi enda á málið með því að snúa til baka og sýna eftirsjá yfir orðavalinu. En mér fannst þetta ekki einlæg iðrun í þessu fréttaviðtali. Þetta virkaði eins og hann hefði verið kominn upp að vegg og svona sagði þetta bara til að losna undan þrýstingi. Hefði Kristján verið einlægari hefði þetta litið enn betur út en ella. Það er alltaf erfitt fyrir reynda stjórnmálamenn að lenda út undir vegg eins og Kristján kom sjálfum sér í óneitanlega í þessu máli.

Það sem mér finnst vanta nú er að Róbert biðji Bjarna Harðarson afsökunar. Mér fannst Róbert ekki koma vel fram gagnvart Bjarna. Hann sýndi af sér lágkúrulega framkomu og greinin sem hann skrifaði í Moggann um daginn var með þeim orðljótari sem sést hefur í pólitískri umræðu. Ég held að Róbert ætti að fylgja fordæmi húsbónda síns.

mbl.is Bætir ekki skaðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband