Vörður sakar bæjarfulltrúa flokksins um heigulshátt

Sjálfstæðisflokkurinn Á aðalfundi Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna hér á Akureyri, síðdegis, var samþykkt harðorð ályktun gegn bæjarfulltrúum flokksins í bænum vegna ákvarðana við skipan í nefndir Akureyrarbæjar, sérstaklega í nýlegu tilfelli þar sem ákveðið var að Þóra Ákadóttir, fyrrum forseti bæjarstjórnar, skyldi skipuð í félagsmálaráð í stað Maríu Egilsdóttur, sem hefur látið af trúnaðarstörfum fyrir flokkinn vegna trúnaðarbrests við forystuna.

Ályktunin er orðrétt svohljóðandi.

"Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, lýsir yfir vonbrigðum sínum með starfshætti  flokksins við skipun í ráð og nefndir  á vegum Akureyrarbæjar. Sífellt er litið framhjá ungliðahreyfingunni við skipun nefndarmanna og með því er innra flokksstarf Varðar vanvirt. Það er með ólíkindum að flokkur sem býr við svo stórt og öflugt ungliðafélag skuli ekki treysta unga fólkinu eins og raun ber vitni.

Nýtt hlutverk Þóru Ákadóttur í félagsmálaráði sýnir heigulshátt núverandi bæjarfulltrúa. Með skipun hennar er litið framhjá varamönnum og ungliðahreyfingunni enn og aftur. Það hlýtur að teljast heigulsháttur þegar nýjar og kraftmiklar hugmyndir sem fylgir ungu og óreyndu fólki eru hundsaðar. Eins og staðan er í bæjarmálum á Akureyri nú ætti Sjálfstæðisflokkurinn að kappkosta við að fá nýtt fólk með nýjar hugmyndir á viðkvæmum málum."

Þessi ályktun er harðorð, en hún kemur mér, sem fyrrum formanni Varðar, sannarlega ekki að óvörum. Úrslit prófkjörs flokksins í febrúar 2006 voru skelfileg fyrir ungliðana, þeim var ekki treyst til verka af hálfu forystu flokksins og því er ég ekki undrandi á þeim tón sem þarna kemur fram í ljósi þess sem hefur tekið við síðan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Alveg er ég sammála Verði. Hverjir eru að sem vinna mesta starfið fyrir kosningar? Það eru án undantekninga unga fólkið. Það er því miður of oft þannig að gömlu flokkshundarnir fái svona stöður á meðan að fólkið sem tryggir flokknum sína stöðu fær að sitja á kanntinum!

Egill Óskarsson, 28.9.2007 kl. 21:31

2 Smámynd: Pétur Björgvin

Erum við ekki komin lengra en þetta? Á gamla góða flokkshollustan enn að ráð? Væri ekki ráð að Vörður berðist fyrir því að þekking á málefnum væri höfð að leiðarljósi við val á fólki í nefndir og ráð. Auðvitað er skiljanlegt að hægri flokkur velji ekki vinstri menn í nefndir og ráð en það að hafa tekið þátt af dugnaði í kosningabaráttunni má ekki vera sjálfkrafa ávísun á nefndarsetu. Að sama skapi hélt ég að Sjálfsstæðisflokkurinn væri laus við kvótahugsun um að hver aldursflokkur hefði fulltrúa í hverri nefnd fyrir sig .. Eða á ekki að gilda nein samkeppnishugsun hér?

Pétur Björgvin, 28.9.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband