Brotthvarf Maríu

María Egilsdóttir Það er ekki undrunarefni að fjölmiðlar fjalli um ákvörðun Maríu Egilsdóttur, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hér á Akureyri, þess efnis að láta af öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, nú rúmu ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Það hefur hinsvegar nú komið fram í svæðisfréttum Ríkisútvarpsins að María hyggst ekki segja sig úr flokknum, en þar var vitnað í samtal við hana, þó ekki væri leikið viðtal. 

Heimildir mínar í upphafi voru annars eðlis, en ég fagna því að þrátt fyrir þann greinilega trúnaðarbrest sem orðið hefur milli Maríu og forystu flokksins í bænum að hún ætli sér að vera áfram í Sjálfstæðisflokknum. Það er ánægjulegt að svo verður. Þó er ekki hægt að segja annað en að þessi úrsögn varabæjarfulltrúans frá trúnaðarstörfum séu stórfregnir einar og sér, enda man ég satt best að segja ekki eftir svona látum milli aðila í bæjarstjórnarflokknum í seinni tíð.

Það segir sig sjálft og úrsögn Maríu frá trúnaðarstörfum hlýtur að vera áfall fyrir flokkinn, enda er um að ræða annan varabæjarfulltrúa flokksins. Ég ætla ekki að tjá mig um það mál sem virðist hafa leikið lykilhlutverk í ákvörðun hennar, en við öllum blasir að eitthvað mikið hefur gengið þar á áður en þetta endaði svona.

Heilt yfir harma ég brotthvarf Maríu Egilsdóttur úr flokksstarfinu, en það kemur mér þó ekki að óvörum eftir orðróminn sem gengið hefur síðustu vikur. Það er alltaf dapurlegt þegar að öflugt fólk finnur sér ekki lengur farveg í þeim störfum sem það hefur verið kosið til.

mbl.is Varabæjarfulltrúi hættir í Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Það væri ekki nema heiðarlegt að gefa örðum og utan flokks fólki efnislegar skýringar á því af hverju María finnur sig knúna til að segja sig frá trúnaði við flokksforystuna - eins og hún kemur fram.

Efnislega eru ástæður fyrir þessarri stöu - ekki satt?

Það hygg ég að séu pólitísku fréttirnar - - Stebbi.

Bensi

Benedikt Sigurðarson, 29.9.2007 kl. 21:36

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Bensi

Þakka þér fyrir kommentið.

Ástæðan fyrir brotthvarfi Maríu er nefnd í annarri færslu hér neðar á síðunni. Um er að ræða svokallað Sómatúnsmál. María segist ekki treysta sér til að vera fulltrúi flokksins í bæjarstjórn vegna vinnubragða og ákvarðanatöku í tengslum við Sómatúnsmálið, sem flokkssystkin hennar, meðal annarra, tóku þátt í.

Sómatúnsmálið snýst í meginatriðum um það hvort að í deiliskipulagsgögnum við umrædda götu í Naustahverfi, komi fram, að þar megi eingöngu byggja hús á einni hæð, eða tveggja hæða hús. Einn lóðarhafi taldi að þar mætti byggja hús á tveimur hæðum og hóf byggingu við það, en nágrannarnir (þar á meðal Egill Jónsson, tannlæknir og faðir Maríu, töldu það ekki leyfilegt samkvæmt deiliskipulagi. Úrskurðarnefnd ályktaði að íbúarnir sem fyrir væru hefðu rétt fyrir sér og ekkert misræmi væri til staðar í gögnum.

Þessu var bæjarstjórn ósammála og taldi að um misræmi væri að ræða, sem nauðsynlegt væri að leiðrétta og var deiliskipulaginu því breytt. Íbúarnir sættu sig ekki við þau málarlok og töldu að þar væri verið að hygla einum lóðarhafa og töldu bæjaryfirvöld sýna óheilindi í störfum sínum. Málinu er hvergi nærri lokið þar sem því var á ný sent til úrskurðunarnefndar og var öllum framkvæmdum við umrædda lóð stöðvuð á meðan að málið fer aftur fyrir úrskurðarnefnd byggingar og skipulagsmála.

Í ljósi þessa hefur orðið trúnaðarbrestur á milli forystu flokksins og Maríu. Orðrétt sagðist María í samtali við RÚVAK í gær vera ósátt við það hvernig staðið hafi verið að máilnu í heild og misboðið vinnubrögð samflokksmanna sinna, þar sem þeir standi ekki við orð sín. Hún sagðist þó telja að störf félagsmálaráðs hafi verið til fyrirmyndar. Hún sagðist þrátt fyrir allt ekki ætla að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, en gæti ekki hugsað sér að gegna lengur trúnaðarstörfum fyrir hann að óbreyttu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.9.2007 kl. 21:43

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Já það er leiðinlegt að María treysti sér ekki til að starfa í félagsmálaráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn vegna ósættis föður síns við skipulagsmál bæjarins. Sómatúnsmálið var leiðindamál og missamræmið í gögnunum afar óþægilegt fyrir alla aðila. Það er þó hæpið að dæma allt starf Sjálfstæðisflokksins eftir þessu eina máli.

Stjórnmálamaður sem býður sig fram til starfa er að lýsa yfir vilja sínum til að vinna fyrir fólk og í tilfelli Maríu tók hún að sér það ábyrgðarstarf að sinna félagsmálum á Akureyri. Mjög áhugaverður málaflokkur þar sem Akureyri er tilraunasveitarfélag og hefur því á sinni könnu stærri hluta en flest önnur sveitarfélög. Því er ekki hægt að túlka afsögn Maríu á annan hátt en að þar sé hún heldur ekki ánægð því ekki gengur stjórnmálamaður á bak orða sinna frá framboði sínu án þess. Eitt mál eins og Sómatúnsmálið sem allir eru sammála um að er óheppilegt getur ekki verið annað en átylla þrátt fyrir að það snerti föður hennar persónulega.

Lára Stefánsdóttir, 30.9.2007 kl. 01:15

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Er orðið "Missamræmi" alveg nýtt orð í orðabókinni þinni kæra Lára eða ef til vill orðabók Samfylkingarinnar :) Rímar svo sem ágætlega við stefnu Samfó! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.10.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband