Pervez Musharraf tekur sér alræðisvald í Pakistan

Pervez Musharraf Það er ljóst að ákvörðun Pervez Musharraf, forseta Pakistans, um að setja á neyðarlög í Pakistan og taka sér alræðisvald, aðeins þrem dögum áður en kjörtímabili hans lýkur, er gríðarlegt áfall fyrir lýðræðisþróun í landinu - stórt skref aftur á bak. Hæstiréttur hefur ekki enn staðfest kjör forsetans fyrir nokkrum vikum og algjör óvissa leikur um umboð hans. Hörð átök hafa verið milli réttarins og forsetans en mikla athygli vakti er hann setti forseta réttarins af upp á sitt einsdæmi.

Sú sem stendur frammi fyrir stærstu spurningunum á þessum degi er þó án nokkurs vafa Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans. Hún sneri aftur til landsins til að taka þátt í þingkosningunum og hafði augljóslega samið við Musharraf um heimkomuna með einum eða öðrum hætti, hvort sem það var um valdabandalag á næstu mánuðum eður ei. Hún þarf nú að taka af skarið um hvort hún bakki upp forsetann með alræðisvaldið eða berst gegn honum með stjórnarandstöðunni.

Það eru hitatímar í Pakistan og hefur svo verið um langt skeið, eða allt frá því að Musharraf tók völdin fyrir um áratug. Það hefur þó róast niður. Hann hefur notið stuðnings stjórnmálamanna víða um heim með einbeittum talsmáta í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum, Spáni og Bretlandi og í Íraksstríðinu og því sem hefur tekið við síðan. Áhugavert verður að sjá hvort að það breytist með þessu stóra skrefi aftur á bak í Pakistan á þessum degi.

mbl.is Bandaríkin lýsa yfir áhyggjum vegna ákvörðunar Musharrafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband