Undarleg túlkun Árna - tækifæri fyrir Húsvíkinga

Húsavík Ég fæ ekki séð að ákvörðun Landsvirkjunar um að hætta viðræðum um sölu á raforku til nýrra álvera á Suður- og Vesturlandi séu skilaboð um að stöðva allar stóriðjuframkvæmdir. Í þessu felast tækifæri fyrir Húsvíkinga að mínu mati. Það verður seint sagt að þensla sé hér á Norðurlandi og það er áberandi krafa héðan að álver komi til sögunnar við Bakka. Það sást vel í kosningabaráttunni í vor að mínu mati.

Ég tel niðurstöðu gærdagsins vera tíðindi af því tagi að Húsvíkingar fái sóknarfæri í baráttunni fyrir nýju álveri. Það er ekkert leyndarmál að barist hefur verið fyrir nokkrum álverum. Það er þó gott að forgangsraða. Ég tel álver við Bakka farsælan kost. Þar er talað um að virkja jarðvarma, orku Þingeyinga. Það hefur komið vel fram að hugur Þingeyinga er afgerandi með stóriðju.

Fréttir Björns Þorlákssonar á Stöð 2 síðustu daga sýna vel að byggðum Þingeyinga blæðir út. Þar þurfa að koma til ný tækifæri - öflug markmið til uppbyggingar. Í þeim efnum dugir engin tæpitunga. Með réttu ætti að halda íbúakosningu í Norðurþingi um þetta mikilvæga mál. Fá fram afgerandi skoðun þeirra á málinu, hvert eigi að stefna. Ef fólk er á móti því þarf að koma fram hvað eigi að gera á Húsavík ef þessi innspýting eigi ekki að koma til greina. Við viljum skýr svör.

mbl.is Skilaboð stjórnvalda um að hægja beri á stóriðjuframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka gott komment Andri minn. Hvernig gekk annars fundurinn hjá sjálfstæðismönnum á fimmtudag? Mikill maraþonfundur vægast sagt. Væri gaman að heyra góða lýsingu á honum. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.11.2007 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband