Danska stjórnin heldur velli - áfall kratanna

Helle Thorning Schmidt Það er að verða ljóst að danska hægristjórnin hefur haldið velli í þingkosningunum í dag - flest bendir til að hún geti setið áfram án liðsinnis Nýs afls. Jafnframt er ljóst að úrslitin verða enn eitt áfallið fyrir danska Jafnaðarmannaflokkinn. Sérlega eru úrslitin, eins og nú stefnir í, gríðarlegt pólitískt áfall fyrir Helle Thorning Schmidt. Svo virðist vera sem að kratarnir tapi enn fylgi, nú undir forystu fyrstu konunnar sem á raunhæfa möguleika á að verða forsætisráðherra Danmerkur. Eins og staðan er nú er krötum spáð 45 þingsætum - tapa tveim.

Helle var kjörin leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í apríl 2005. Tók hún við forystu flokksins af Mogens Lykketoft, eftir að flokknum mistókst aðrar kosningarnar í röð að verða stærsti flokkur Danmerkur og hlaut vonda útreið í kosningunum 2005. Thorning-Schmidt er tengdadóttir Neil Kinnock, sem var leiðtogi breska Verkamannaflokksins í áratug, 1983-1992. Þessi úrslit eru sögulegt áfall fyrir danska krata, nú verða þeir næststærsti flokkur landsins þriðju kosningarnar í röð og virðast vera heillum horfnir.

Um leið er það mikil pólitískt afrek fyrir Anders Fogh Rasmussen að halda völdum og tryggja að Venstre sé stærsti flokkurinn á danska þinginu þriðju kosningarnar í röð, sérstaklega verður sigurinn sætur ef stjórnin heldur völdum eins og stefnir í. Það þótti sögulega merkilegt að Fogh og Venstre tryggðu stöðu sína í kosningunum 2005 en úrslitin nú hljóta að verða enn merkilegri og þess þá meiri áfall fyrir kratana. Eftir sex ára stjórnarandstöðuvist kratanna og þriðja tapið í röð hlýtur naflaskoðun að taka við hjá þeim.

Sigurvegarar kosninganna, fyrir utan stjórnarblokkina, eru auðvitað vinstrimennirnir í Socialisk Folkeparti (SF) sem virðist vera að ríflega tvöfalda þingmannatöluna sína. Radikale Venstre er að tapa stórt, tapar átta þingmönnum frá eftirminnilegum kosningasigri fyrir tæpum þrem árum. Dansk Folkeparti er að bæta sig um eitt þingsæti og Konservative stendur í stað með sína átján menn. Heilt yfir er áhugavert að sjá stöðuna. Enn er þó spurt að leikslokum, enda eftir að telja nokkuð enn. En staðan nú sýnir nokkuð vel að Fogh verður áfram við völd.

Úrslitin eru fyrst og fremst áfall Jafnaðarmannaflokksins. Eftir áralanga stjórnarandstöðu hljóta danskir kratar að vera áttavilltir yfir stöðu mála, varla er hægt að tala um annað en ósigur þeirra.

mbl.is Danska ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt kosningaspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband