Björn Bjarnason fær björn.is í afmælisgjöf

Björn Bjarnason Það er óhætt að segja að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hafi fengið afmælisgjöf dagsins. Hann eignaðist í dag lénið björn.is að gjöf frá Birni Swift, en það vakti mikla athygli í ágúst er Björn Swift opnaði vef á slóðinni sem var nærri algjörlega kóperaður af vef dómsmálaráðherrans. Ekki aðeins var allt útlit vefsíðunnar endurómað heldur letur og uppsetning flokkanna. Eins og flestir vita hefur Björn Bjarnason átt slóðina bjorn.is frá árinu 2000.

Þetta er höfðingleg gjöf hjá Birni Swift og honum mjög til sóma. Veit ekki hvort opnun síðunnar björn.is var frá upphafi eitt stórt grín og stælar til að ná í athygli, sennilega í og með. Allavega tókst Birni að ná athygli, reyndar talsverðri bæði í bloggheimum og hjá fjölmiðlum með vefnum sínum. Þetta var líka á þeim tíma ársins, í ágústmánuði, að svona varð stórfrétt, í miðri gúrkutíð fjölmiðlanna.

Eins og flestir vita er Björn Bjarnason bloggari par excellance hérna heima, sannkallaður frumkvöðull í þessum efnum, altént meðal stjórnmálamanna. Held reyndar að fáir hér heima hafi bloggað jafnlengi. Þeir eru þá allavega fáir, man ekki eftir neinum, allavega stjórnmálamanni, sem hefur sýnt aðra eins elju við skrifin og verið jafnvirkur við að tala máli Internetsins.

Gleymum því enda ekki að mörgum fannst tæknin sem Björn Bjarnason byrjaði að nota árið 1995 óviðeigandi fyrir ráðherra. En það eru aðrir tímar - þessar raddir hafa þagnað. Nú er blogg, vefskrif og vefpælingar, daglegt brauð þorra landsmanna. Enda skemmtileg iðja, mjög svo.

En þetta er afmælisgjöf sem vekur athygli, sannarlega. Óska Birni til hamingju með afmælið og lénið auðvitað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband