Engin fyrirsögn

Jólahátíđin og jólabćkurnar


Akureyrarkirkja

Ég vona ađ lesendur vefsins hafi haft ţađ gott yfir jólin og hafi notiđ hátíđarinnar. Jólin hjá mér voru mjög hefđbundin og ađ mestu mjög lík ţví sem hefur veriđ í gegnum árin. Veđriđ var notalegt og gott yfir hátíđirnar - snjólaust og ţví komust allir sinnar leiđar yfir hátíđirnar. Var stađa mála ţessi jólin allt önnur en á jólunum fyrir ári. Ţá var stórhríđ og blindbylur á ađfangadag og var lítiđ ferđaveđur - enda mikil ófćrđ um bćinn jóladagana. Nú var rólegt yfir á ađfangadag og ţví hćgt ađ sinna föstum hefđum dagsins međ eđlilegum hćtti, ólíkt árinu áđur. Um hádegiđ fór ég upp í kirkjugarđ til ađ vitja leiđa látinna ástvina og ćttingja sem hafa kvatt ţennan heim - mikilvćgt er á hátíđarstundu ađ minnast ţeirra sem hafa veriđ manni kćrir. Í fyrra fór ég upp í garđ en ţađ var nöturlegt og í raun dapurleg skilyrđi sem ţá voru uppi til ađ vera ţar. Nú var notaleg og góđ stemmning í kirkjugarđinum ţegar ég fór ţangađ á ađfangadegi og margir sem leggja leiđ sína í garđinn á ţessum helga degi.

Ţessi jólin er Guđrún Gíslína Kristjánsdóttir frćnka mín stödd hér á Akureyri ásamt eiginmanni sínum, Antonio Orpinelli. Hún hefur búiđ á Spáni í á fjórđa áratug. Dvelur hún nú hér á jólum í fyrsta skipti í áratug. Fađir hennar og ömmubróđir minn, Kristján Stefánsson, veiktist alvarlega í vetur og hefur hann barist viđ ţau veikindi međ hetjulegum hćtti. Áttum viđ notalega stund međ honum á spítalanum ađ kvöldi ađfangadags. Dáist ég ađ styrk hans í veikindastríđinu og ennfremur er sjálfsagt ađ verđa ađ liđi fyrir Gullý og Antonio ţessi jólin - leitt er ađ ţau hafi ţurft ađ eyđa jólunum hér heima viđ ţessar erfiđu ađstćđur. Ţađ er alltaf leitt ađ horfa upp á sína nánustu veika og ţetta er dapurlegt. Seinna ađ kvöldi ađfangadags fórum viđ í miđnćturmessu í Akureyrarkirkju, kirkjuna mína. Sr. Svavar Alfređ Jónsson predikađi ađ ţessu sinni og mćltist honum vel í predikun sinni. Hymnodia, kammerkór Akureyrarkirkju, söng falleg jólalög međ snilldarbrag undir stjórn Eyţórs Inga Jónssonar organista.

Ég hef ávallt fariđ í kirkju á jólum. Ţađ er ađ mínu mati nauđsynlegt ađ fara í messu og eiga ţar notalega stund. Ađfangadagskvöld og upphaf jólanćtur er sú stund um jól sem ég tel helgasta. Ţví er réttast ađ fara í messu ţá. Ţađ er fallegur siđur ađ fara á ţessu kvöldi í messu í kirkjuna sína.

Bćkur

Ţessa daga var bara haft ţađ rólegt, notiđ kyrrđar hátíđarinnar og slappađ af. Fariđ var í jólabođ og ţess á milli borđađur góđur matur og lesnar góđar bćkur. Hef ég gegnum tíđina haft mikla ánćgju af lestri góđra bóka. Fékk ég fjölmargar góđar bćkur í jólagjöf, bćđi ćvisögur og skáldsögur. Las ég á jóladag bókina Ég elska ţig stormur eftir Guđjón Friđriksson, sem fjallar um ćvi fyrsta ráđherra Íslendinga, Hannesar Hafstein. Er ţađ stórfengleg bók - sem hlýtur ađ verđa mjög sigurstrangleg ţegar kemur ađ veitingu Íslensku bókmenntaverđlaunanna. Hún er listilega rituđ og veitir okkur góđa innsýn í ćvi Hannesar og fćrir okkur nýjar hliđar á ţessum ţekkta manni sem er svo samofinn íslensku samfélagi á fyrstu áratugum 20. aldarinnar og markađi sér sess sem fyrsti ráđherra landsmanna. Ţeir sem vilja kynna sér ćvi Hannesar betur er bent á frábćran kafla Davíđs Oddssonar bankastjóra, um Hannes í Forsćtisráđherrabókinni, sem kom út áriđ 2004. Er hann leiftrandi af skemmtilegum upplýsingum og góđri frásögn.

Nú hef ég lokiđ lestrinum og hef hafiđ lestur á Laxness, ţriđja og síđasta bindi ćvisögu nóbelsskáldsins Halldórs Kiljans Laxness, eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Ţar er lýst seinustu fimmtíu árunum á ćvi skáldsins, 1948-1998 - sem telja má frćgđarárin hans mestu. Hann hlaut nóbelsverđlaunin í bókmenntum áriđ 1955 og markađi sér sess í bókmenntasögu aldarinnar og gnćfđi yfir íslensku samfélagi á tuttugustu öld. Var hann valinn mađur 20. aldarinnar af landsmönnum. Er ţađ ekki undarlegt, enda var hann svo samofinn öldinni ađ ţađ duldist engum. Hef ég notiđ mjög ađ lesa snilldarlega ritađar bćkur Hannesar Hólmsteins um Laxness. Ţćr eru alveg stórfenglegar ađ öllu leyti. Hannes Hólmsteinn á mikiđ hrós skiliđ fyrir ađ hafa fćrt okkur svo góđar og gagnrýnar bćkur um skáldiđ, afrek hans og umdeild atriđi á ćviferlinum. Fór Hannes altént međ ferskari og fróđlegri hćtti yfir ćvi skáldsins en Halldór Guđmundsson gerđi í fyrra, í annars góđri ćvisögu sem mjög gaman var ađ lesa um seinustu jól.

Hannes dregur í umfjöllun sinni saman mikinn og góđan fróđleik um skáldiđ. Best bókanna ţriggja um Laxness er ađ mínu mati miđritiđ Kiljan sem kom út um jólin fyrir ári. Ţađ er einhver besta ćvisaga sem ég hef lesiđ - tekur hún međ góđum hćtti á miklum hitamálum á ferli Laxness og miklum umbrotatíma stjórnmálalega séđ sem Halldór tengdist og Hannes býr yfir umtalsverđri ţekkingu á. Ţađ hefur veriđ hrein unun ađ sitja og lesa bćkur Hannesar um Halldór. Vil ég fćra Hannesi mikiđ hrós frá mér fyrir ađ hafa lagt í ţađ mikla verkefni og sýnt mikiđ hugrekki viđ ađ skrifa um Halldór og segja okkur sögu hans alla. Ţađ var mjög glćsilega gert hjá honum. Er ţetta ađ mínu mati eitthvert besta ćvisögusafn um einn mann hérlendis í sögu íslenskra bókmennta. Stór orđ vissulega - en Hannes verđskuldar ţau. Ţessar bćkur eru óneitanlega paradís fyrir ţá sem unna sögunni, verkum Laxness og vandađri frásögn. Verđur fróđlegt ađ sjá hvađ Hannes muni nú skrifa um, en áđur hefur hann ritađ frábćra ćvisögu um Jón Ţorláksson.

Framundan er lestur margra bóka. Fékk ég margar góđar bćkur í gjöf. Nćst á blađi er lestur á Vetrarborgum eftir Arnald Indriđason. Hef ég ćtlađ ađ lesa ţá bók um nokkurn tíma en komst aldrei í ađ kaupa mér hana fyrir jólin og lesa vegna anna. Fékk ég hana svo í jólagjöf og ćtla mér ađ lesa hana nú milli jóla og nýárs. Ţađ jafnast enda ekkert á góđan krimma eftir meistara Arnald. Sem jafnan fyrr er ađalsöguhetjan, Erlendur Sveinsson lögreglumađur, og samstarfsfólk hans, Elínborg og Sigurđur Óli, sem áđur hafa komiđ viđ sögu t.d. í Kleifarvatni, Mýrinni, Grafarţögn og Röddinni. Hlakkar mér til ađ lesa bókina, enda hefur ţađ veriđ virkilega gaman ađ gleyma sér í sagnaheimi Arnaldar í gegnum tíđina og lesa magnađa frásögn hans á mönnum og ekki síđur rannsókn á vođaverkum sem spinna upp á sig. Ţađ besta er hvernig hann yfirfćrir krimmann yfir á íslenskt samfélag. Arnaldur er á heimsmćlikvarđa sem spennusagnahöfundur - hefur hlotiđ alţjóđlega frćgđ og hlaut á árinu Gullna rýtinginn, bresku glćpasagnaverđlaunin.

Framundan er lestur á góđum bókum, t.d. Höfuđlausn eftir Ólaf Gunnarsson, Thorsararnir eftir Guđmund Magnússon, Játningar Láru miđils eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson, Tíma nornarinnar eftir Árna Ţórarinsson og Gćfuspor (gildin í lífinu) eftir Gunnar Hersvein. Ennfremur hef ég mikinn áhuga á bókum Ţórarins Eldjárns og Steinunnar Sigurđardóttur. Fyrir jólin hafđi ég lesiđ vandađa og góđa bók Guđna Th. Jóhannessonar, Völundarhús valdsins. Eins og ég hef vel sagt frá fyrir jólin var sú bók virkilega góđ og ein besta bók sagnfrćđilegs og stjórnmálalegs eđlis hin seinni ár. Hvet ég alla til ađ lesa hana, hvort sem ţeir hafa fengiđ hana ađ gjöf ţessi jólin eđur ei. Ekki veit ég hvenćr ég kemst yfir allar jólabćkurnar til fulls, en ljóst er ađ mikill lestur er framundan og áhugaverđur. Nú um helstu jóladagana hef ég helgađ mig lestri á ćvisögunum um ţá Hannes og Halldór, en ţađ er ljóst ađ góđ bókajól verđa á mínu heimili.

Saga dagsins
1977 Breski leikarinn Sir Charles Chaplin jarđsunginn í Sviss - hann lést á jóladag, 88 ára ađ aldri.
1979 Sovétríkin ná völdum í Afganistan og stjórnvöldum landsins var steypt af stóli. Leiddi ţađ til blóđugra átaka, hörmunga og borgarastyrjaldar sem stóđu í landinu í rúma tvo áratugi međ hléum.
1985 Lík bandaríska náttúrufrćđingsins Dian Fossey, finnst í Rwanda. Dian sem var 53 ára, var myrt.
1986 Snorri Hjartarson skáld og bókavörđur, lést, áttrćđur ađ aldri. Snorri var eitt lisfengasta skáld landsins og hlaut bókmenntaverđlaun Norđurlandaráđs áriđ 1981, fyrir bókina Hauströkkriđ yfir mér.
2004 Viktor Yushchenko kjörinn forseti Úkraínu - hann hlaut 51,9% atkvćđa en Viktor Yanukovych forsćtisráđherra, hlaut 44,1%. Miklar deilur voru vegna forsetakjörs nokkru áđur. Yushchenko vann sigur í fyrri umferđinni í byrjun nóvember og var spáđ sigri í seinni umferđinni. Raunin varđ ţó sú ađ Yanukovych vann og hlaut 2% meira. Stjórnarandstađan sakađi forsćtisráđherrann og stuđningsmenn hans um kosningasvik í austur- og norđurhérađi landsins. Efndu stjórnarandstćđingarnir til mótmćla sem leiddu til ţess ađ kosningarnar voru endurteknar. Deilur hafa einkennt forsetatíđ hans og ţykir sem ađ góđ fyrirheit hafi ekki rćst. Samstarfi hans og Yuliyu Tymoshenko lauk svo um haustiđ 2005.

Snjallyrđiđ
Ţau lýsa fegurst er lćkkar sól
í bláma heiđi, mín bernskujól.
Er hneig ađ jólum mitt hjarta brann
dásemd nýrri hver dagur rann.

Ţađ lćkkađi stöđugt á lofti sól
ţau brostu í nálćgđ, mín bernskujól
og sífellt styttist viđ sérhvern dag
og húsiđ fylltist af helgibrag.

Ó, blessuđ jólin er barn ég var
ó, mörg er gleđin ađ minnast ţar
í gullnum ljóma hver gjöf mér skín.
En kćrust voru mér kertin mín.

Ó, láttu, Kristur ţau laun sín fá
er ljós ţín kveiktu er lýstu ţá.
Lýstu ţeim héđan er lokast brá,
heilaga guđsmóđir, himnum frá.
Stefán frá Hvítadal skáld (1887-1933) (Jól)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af fjórum og ţrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband