Nauðaómerkilegur spuni Össurar

Össur SkarphéðinssonÞað er langt síðan að ómerkilegri pistill og ódýrari spunamennska um stjórnmál frá málsmetandi manni með áhrif hefur verið saminn en sá sem Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, ritaði í skjóli nætur fyrir tæpum sólarhring, laust fyrir klukkan tvö aðfararnótt laugardags. Það er mjög mikið undrunarefni að iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar beini kastljósinu að Sjálfstæðisflokknum í REI-málinu nú. Flokkurinn fer ekki með völd í borgarmálum nú og heldur ekki á stjórnartaumunum í þeirri atburðarás sem nú fer fram.

Það eru öll teikn á lofti um það að félagshyggjumeirihlutinn í Reykjavík nái sér ekki saman um niðurstöðu mála. Hefur það annars komið fram að VG ætli sér að staðfesta orkuútrásina í óbreyttri mynd og færa stærstu mál REI til einkaaðila í GGE? Hefur ekki verið ágreiningur um áherslur málsins milli meirihlutaframboðanna fjögurra? Ég held það nú. Það er nauðaómerkileg pólitík hjá Össuri að ætla að beina svartapétri þessa máls til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Það eina sem þau gerðu var að kalla eftir upplýsingum um málið, fá að vita meira en á kvöldfundi daginn fyrir milljarðasamruna, sem enginn stuðningur var á bakvið.

Ég fæ ekki betur séð en að skrif Össurar séu dapurleg tilraun til að beina kastljósinu annað. Þetta minnir á leikritið þar sem glæpur er framinn á sviðinu - til að enginn sé að horfa á glæpinn framinn á sviðinu hefur önnur leiktjáning verið sett fram á hinum enda sviðsins, svo að athyglin sé ekki á glæpnum. Þetta er allavega mitt álit á skrifum Össurar. Þau bera öll merki þess að reyna eigi að kenna öðrum um glötuð tækifæri og lélega stjórnun REI-málsins í nýjum meirihluta, en þeim sem hafa völd til að stjórna málinu.

Iðnaðarráðherrann er varla með réttu ráði ef hann ætlar að reyna að selja okkur þann spuna að valdalaust fólk ráði því hvernig málið endar að lokum. Þetta varð örlagamál, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins sleit meirihlutanum á því. Væntanlega var það gert til að geta fært málið í sinn farveg. Samt er sami borgarfulltrúi enn bloggandi og vælandi með þeim hætti að allt sé enn á vonarvöl og ekkert hafi farið eftir hans handriti. Hvað er að gerast í þessum meirihluta fyrst báðir valdsins menn flokkanna á bakvið hann skrifa með þessum hætti?

Það fer að koma að því að maður hugleiði hvort iðnaðarráðherrann sé að flippa út, bæði á blogginu og ekki síður á sviði stjórnmálanna. Þeir sem stýra för í Reykjavík ættu hinsvegar að hafa full völd á atburðarásinni og þurfa ekkert að beina svartapétri annað nema þá vegna þess að málið er þeim ofviða.


mbl.is Össur: Valdarán sexmenninganna skaðaði OR gríðarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Taxi Driver

Ég segi nú bara eins og frændi minn Jón Hreggviðsson "það er greinilegt hverjir hafa fengið málann sinn"

Taxi Driver, 25.11.2007 kl. 00:54

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Skelfilegt bull er í þér maður. Það var ekki Össur sem sprengdi meirihlutann í Reykjavík. Hann sprengdi sig sjálfur. Þú þarft að líta á samsetningu fyrrverandi meirihluta til að sjá hvað gerðist. Össur kom ekkert nálægt þessu. 6,5% maðurinn sat þá og 6,5% maðurinn situr enn. Af hverju í ósköpunum heldurðu að þetta mál sé svona loðið og teygjanlegt?

Þórbergur Torfason, 25.11.2007 kl. 01:48

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Segi hvergi að Össur hafi sprengt meirihlutann. Hann var ekki aðili þess máls. En hvernig kemur málið á þessu stigi Sjálfstæðisflokknum við? Það er kominn nýr meirihluti. Af hverju hefur hann ekki leyst málið, af hverju hefur hann ekki komið með tillögur sínar, hvað eigi að gera? Það er stóra spurningin sem stendur eftir þennan spuna. Össur er enn að tala um hreina sagnfræði. Gæti skilið þessi skrif ef sami meirihluti sæti enn og átök væru innan Sjálfstæðisflokksins, sem forystuafls í  meirihluta. Hann er löngu sprunginn og málið er ekki í höndum Sjálfstæðisflokksins.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.11.2007 kl. 03:29

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag, búin að lesa

Jónína Dúadóttir, 25.11.2007 kl. 08:42

5 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Einkennileg áhersla sem þú og aðrir hafa lagt á það að Össur hafi skrifað þetta í skjóli nætur,það hljómar dálítið svona eins og hann hafi ekki verið með fulllum fimm,má þá ekki ætla að allir aðrir sem eru að skrifa Blogg á nóttuni, og þeir eru ekki fáir,séu á sama báti,og ekkert meira að marka þau skrif ?

Ég bara spyr svona.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 25.11.2007 kl. 09:28

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

ég spyr eins og allir aðrir hversvegna klárar nýji meirihutinninn þetta mál ekki - gæti verið að þeir nái ekki saman í þessu máli ?
össur verður að fara átta sig á því að hann er ráðherra og skifa að meiri yfirvegun og ábyrgð -
hrós til þín stefán fyrir góðan pisti.

Óðinn Þórisson, 25.11.2007 kl. 10:42

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta fór ekki fram hjá mér heldur Stefán. Össur var byrjaður að kynna hitaveituframkvæmdir erlendis sem nýtt gullæði, rétt eins og hann talaðu um fiskeldið, sem síðar floppaði. Er maðurinn vonsvikinn og vansvefta að blogga á nóttunni? Eða er þetta óvænt og úthugsað útspil hjá Össuri?

Sigurður Þórðarson, 25.11.2007 kl. 12:49

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kveðjuna Jónína mín.

Ari: Það er fjarri lagi að ég sé að gagnrýna alla sem blogga á nóttunni. Margir gera það mjög vel. Það verður hver og einn að velja sér sinn bloggtíma. Geri engar athugasemdir með það. En þegar að ráðherra skrifar svona steypu fer maður að hugsa sig um. Einkum vegna þess að hann uppnefnir Júlíus Vífil. Þessi pistill er Össuri til skammar, einfalt mál í sjálfu sér.

Óðinn: Takk fyrir góð orð. Nákvæmlega, ef allt er í lagi af hverju klára þau ekki málið. Þetta væl í garð minnihlutans, sem stjórnar ekki atburðarásinni, er með ólíkindum og hlýtur að vekja spurningar um þennan meirihluta sem stjórnar (greinilega ekki).

Sigurður: Algjörlega sammála. Menn hafa verið að flagga Þjóðlífsforsíðunni frá 1989 þar sem Össur presentarar glatað laxeldi sem varð sem myllusteinn um háls fjölda fólks er yfir lauk. Skil ekki í Össuri. Ef hann vill að fólk beri virðingu fyrir honum þarf hann að fara að blogga eins og maður með völd, með ábyrgð að leiðarljósi.

Gylfi: Nákvæmlega, margt til í því. Sammála þessu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.11.2007 kl. 17:29

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er nú ekki merkilegur stjórnmála maður sem uppnefnir aðra. Það er reyndar orðið slæmt þegar ráðherra uppnefnir aðra. Erum við að upplifa endurvakningu á gildum og stjórmálaháttum Jónasar frá Hriflu???

Fannar frá Rifi, 26.11.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband