Gleymd hljómsveit og skjannahvít hörmung

Ég hélt satt best að segja að Take That væri búin að geispa golunni, hún er ein þeirra hljómsveita sem ég hef lítinn áhuga á. Þessir strákasöngflokkar eru orðnir ansi þreyttir, hverjir muna annars ekki eftir böndum á borð við Westlife (horror!) eða Boyzone og hvað þetta heitir annars allt. Skelfileg tónlist, segi ég og skrifa.

Er annars ekki sammála Howard Donald um kannabis-efni. Þau á ekki að lögleiða. Það eru fyndnustu rök Donalds annars að með því væri heimurinn betri, allir í vímu og hátt uppi. Rökin verða allavega ekki háfleygari.

mbl.is Take That í eiturlyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurðu lesið greinina sem Mbl er að vitna í,Donalds segir þetta ekki í henni, það er búið að afskræma það sem hann sagði.

Reyndar fer kannabis illa með fíkla eins og öll önnur vímuefni eiga það til að gera. En við erum ekki öll fíklar.  Mér finnst fáránlegt að fólk geti ekki sest eitthverstaðar niður og fengið sér jónu, í staðinn þarf það að drekka sig fullt.

Það hafa verið gerðar rannsóknir þar sem skaðsemi fíkniefna er tekin saman, líkamleg, andleg og félagsleg. Kannabis kom þar langbest út, semsagt skaðminnsta vímuefnið. Önnur efni en Heróín og Áfengi komu þar næst. En svo voru skaðlegustu efnin Heróín og Áfengi.

Tökum sem dæmi mann sem drekkur á hverjum degi í 5 ár og mann sem reykir á hverjum degi í 5 ár. Alkólistinn er margfalt verr farinn að öllu leyti. Fólk verður líka geðveikt af áfengisdrykkju en þrátt fyrir fjöldann allan af rannsóknum þá er enn umdeilanlegt hvort fólk verði geðveikt af kannabisneyslu einni saman, það hefur samt verið sýnt fram á mjög veika fylgni milli kannabisneyslu og geðsjúkdóma. Ég veit að það er fullt af fólki sem segist hafa misst geðheilsuna af kannabisreykingum en rannsóknir sýna að fylgni milli ákveðinna geðsjúkdóma er svipuð meðal þeirra sem reykja og þeirra sem ekki reykja. 

Líklega er skaðlegasti parturinn af kannabis félagslegur. Menn hafa samt fært rök fyrir því að félagslegi skaðinn verði til þar sem að efnið er ólöglegt, fólk þarf að fela neysluna, þótt hún sé lítil, og þarf þar af leiðandi oft að umgangast undirheimalýð sem hefur slæm félagsleg áhrif á kannabisneytandann.

En svo má ekki gleyma að áfengi getur veið mjög skaðlegt öðrum en þeim sem það neyta, þá ekki einungis fjölskyldu. til dæmis er ölvunarakstur hættulegur öðrum vegfarendum og líkamsárásir og nauðganir eiga sér miklu frekar stað undir áhrifum áfengis. Það heyrir til undantekningar ef Hasshaus brýtur önnur lög en fíkniefnalöggjöfina. Það er verið að búa til glæpamenn með því gera neyslu vímuefna ólöglega.

Sala allra vímuefna á að vera í höndum ábyrga aðila eins og ríkið, ekki fíkniefnasala. Svo á vímuefnaneysla að vera skattlögð svo það renni eitthvað til þjófélagsins, því vímuefnaneysla kostar þjóðfélagið pening.

Þótt fíkniefnaneysla sé ekki bönnuð þarf það ekki að þýða að hún fari úr böndunum. Til dæmis eru hvergi á vesturlöndum er færri ungmenni sem prufa kannabis en í Hollandi, humm mér finnst það segja eitthvað. Það eru aðallega útlendingar sem koma þangað til að neyta vímuefna og lenda í vandræðum, eins og dæmið með sveppina sannar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband