Shinzo Abe tekur við völdum í Japan

Shinzo Abe

Nú hefur Shinzo Abe verið kjörinn nýr leiðtogi frjálslynda demókrataflokksins í Japan og mun taka væntanlega í kjölfarið við embætti forsætisráðherra landsins af Junichiro Koizumi. Þingið þarf að staðfesta það val. Alla tíð hafði verið ljóst að Abe hefði sterkan stuðning innan flokksins og varð sigur hans afgerandi og traustur. Hann hafði yfir 460 atkvæði af rétt rúmlega 700. Næstur varð utanríkisráðherrann Taro Aso. Koizumi hefur verið sterkur og traustur forystumaður í japönskum stjórnmálum nú í rúm fimm ár og leitt stjórn landsins, að mig minnir, lengst allra eftir seinna stríð. Það hefur verið nokkuð stöðugleikatímabil við stjórn landsins undir pólitískri forystu hans.

Frjálslyndi demókrataflokkurinn hefur farið með völdin í Japan nær samfleytt alla tíð eftir seinna stríð og verið öflugur forystuflokkur í stjórnmálum Japans. Koizumi hættir á toppnum. Hann ákvað að hætta eftir glæsilegan kosningasigur í fyrra og fer hnarreistur frá völdum. Abe verður yngsti forsætisráðherrann í sögu Japans, sá eini sem er fæddur eftir seinna stríð. Það verða því viss tímamót hvað það varðar. Það skiptir máli fyrir japönsk stjórnmál að nýr leiðtogi frjálslyndra sé kjörinn með svo gott umboð innan sinna raða og því allar líkur á því að Abe verði sterkur leiðtogi á kalíber Koizumi.


mbl.is Shinzo Abe næsti forsætisráðherra Japans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband