Erla Ósk kjörin formaður Heimdallar

Erla Ósk Ásgeirsdóttir

Erla Ósk Ásgeirsdóttir var kjörin formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, starfsárið 2006-2007, í dag. Mér skilst að aðalfundur Heimdallar í dag hafi verið sá fjölmennasti í sögu félagsins. Erla Ósk hlaut 772 atkvæði en Heiðrún Lind Marteinsdóttir hlaut 692 atkvæði.

Erla Ósk verður því önnur konan í sögu Heimdallar á formannsstóli félagsins. Ég vil óska Erlu Ósk og þeim sem með henni hlutu kjör til stjórnar til hamingju með kjörið. Í boði voru tvær mjög fjölhæfar og góðar konur og erfitt val fyrir marga að þessu sinni. En niðurstaðan liggur fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband