"Kæri Jón" segir upp Róberti

Nú hefur Róberti Marshall verið sagt upp störfum á NFS eftir að hafa sent opið bréf sitt til "Kæra Jóns" í vikunni. Það kemur varla á óvart úr því sem komið var. Í þessari frægu grein sagði Róbert einmitt að Jón Ásgeir Jóhannesson réði öllu á annað borð sem þar gerðist - örlög fréttastöðvarinnar væru alfarið hans mál. Þessi skrif urðu allavega Róbert örlagarík. Allt tal gegn hugtakinu Baugsmiðlar urðu að hjómi einu í kjölfarið. En stóra spurningin hlýtur að vera hversu mörgum verði sagt upp á NFS í heildina og hversu miklar breytingarnar verða á NFS-stöðinni í þessari uppstokkun. Það skyldi þó ekki vera að NFS yrði aðalfrétt dagsins á fréttastöðinni NFS?

mbl.is Róberti Marshall sagt upp hjá NFS; segist sáttur við sína framgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ekki myndi ég vilja hafa mann í vinnu sem hunsar eðlilegar boðleiðir fyrirtækisins og sendir opið bréf í fjölmiðla til að reyna að höfða til fjárfesta. Mér fannst það frekar ósmekklegt, og kemur mér ekki á óvart að honum hafi verið sagt upp.

Steinn E. Sigurðarson, 22.9.2006 kl. 13:03

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll

Já, þetta var verulega óheppilegt hjá Róberti. Með þessu gaf hann byr undir báða vængi talinu um "Baugsmiðla", sem hefur verið mjög algengt heiti um 365-miðla. Heilt yfir var þetta gríðarlega vanhugsað hjá Jóni og hlýtur að teljast mikið sjálfsmark. Hann hefur oft verið nokkuð fljótur á sér. Er nokkur búinn að gleyma fréttinni hans á Stöð 2 í janúar 2005 um aðdraganda Íraksstríðsins.

mbk. Stebbi

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.9.2006 kl. 13:31

3 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ég veit ekki hvort Jón Ásgeir hafi átt neitt með þessa uppsögn að gera, en mér þætti eðlilegt að yfirmenn Róberts (ekki Jón Ásgeir) segðu honum upp eftir þessa hegðun. Vissulega kemur það samt engum á óvart ef hluthafar fyrirtækisins reyna að hafa áhrif á rekstur þess, hversu smekklegt eða ósmekklegt sem það má vera í hverju tilfelli fyrir sig.

Steinn E. Sigurðarson, 22.9.2006 kl. 15:06

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, ég er ekki hissa þó að Ara Edwald hafi mislíkað þessi skrif. Það hvessti allavega heldur betur yfir Skaftahlíðinni við þetta. Reyndar vorkenni ég því fólki sem missir vinnuna þarna í dag, enda er væntanlega yngsta starfsfólkið í mestri hættu, fólk á okkar aldri.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.9.2006 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband