Eru myndbirtingar af bílflökum nauðsynlegar?

Það sem mér finnst jafnan einna sorglegast við fréttir af dapurlegum slysum í umferðinni er að sjá sjálfan vettvang slyssins í fjölmiðlum; myndir af bílflökum og aðrar þær sorglegu aðstæður sem þar jafnan birtast. Stingur mig að sjá enn einu sinni strax komna mynd af slysstað. Þetta gerist mjög oft t.d. hérna á fréttavef Morgunblaðsins.

Myndbirtingar af vettvangi umferðarslyss þjónar mjög litlum tilgangi, hef aldrei talið það skipta miklu máli að sýna bílflökin. Kannski er það ábending til annarra að svona geti farið í umferðinni, en fyrir þá sem tengjast hinum látnu er þetta særandi myndræn umgjörð um mikinn harmleik.

Veit ekki hvort það er einhver algild regla hjá fjölmiðlum í þessum efnum. Sumir fjölmiðlar eru þó meira áberandi í þessu en aðrir eflaust. Hef séð hjá þeim sumum að þeir birta aðeins staðsetningu slyssins á korti. Það er ágætis nálgun á það finnst mér.

Það er alltaf jafn stingandi að sjá aðstæður umferðarslysa, enda getur aðkoma að svona slysum verið virkilega sjokkerandi og vandséð hvaða erindi þær fréttamyndir eigi í fjölmiðla. Vona að fjölmiðlar fari að hætta slíkum myndbirtingum.

mbl.is Þungt haldnir eftir árekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Myndbirtingar vonandi koma því til leiðar að fólk sé mynnt á að akstur þess er ekki hættulaus þó næstum alltaf sé allt í himnalagi. Hraðakstur og glannaakstur er verr liðinn ef fólk skilur hvað skeður þegar slys verða, þá er ekki verið að meina að öll slys séu vegna glannaaksturs.

Ólafur Þórðarson, 7.12.2007 kl. 04:22

2 identicon

Held að þetta sé bara nokkuð góð forvörn. Vona að þeir haldi þessu áfram.

Haraldur (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 08:20

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það eru auðvita tvær hliðar og jafnvel fleirri á þessu máli sem og öðrum.

Annars vega hlýtur það að vera sárt og viðkvæmt fyrir vini og vanda þeirra sem slösuðust eða létust.

Hins vegar er það mikil forvörn.  Þegar ég van með hóp unglingsstráka þá vann ég í samstarfi við umferðastofu að forvörnum með þeim.  Við fórum í gegn um árið klipptum út og flokkuðum umferðaslys.  Við flokkuðum þá eftir kostnaði fyrir ökumenn og skemmdum(því margir ungir menn hræðast meir að missa bílinn sinn eða borga háar sektir en dauðan því hann er svo fjarlægur þeim) og svo eftir alvarleika slysins.  Þetta hafði djúp áhrif á drengina og margir foreldrar hringdu sérstaklega til að þakka mér, því þeir fundi viðhorfsbreytingu hjá strákunum.

En auðvita má deila um hvort myndbirtingar séu óvirðing við aðstandendur og hina látnu eða slösuðu.  En margir sem lent hafa í stórum áföllum finnst heldur ekkert gott að fólk læðist í kring um þau. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.12.2007 kl. 09:00

4 identicon

Myndbirting af bílflaki eftir árekstur hefur nákvæmlega ekkert forvarnar gildi.  Annað hvort ber maður það mikla virðingu fyrir lífi annara að maður keyrir eftir aðstæðum eða ekki!  Gleymið ekki því að svona hræðslu áróður var reyndur til að hræða unglinga frá reykingum fyrir mörgum árum síðan, þá voru birtar ljótar myndir af lungum reykinga manna til samanburðar við þá sem ekki reyktu og þetta kannski sat í fólki í smá stund en svo hélt það bara áfram að reykja.  Það þarf einfaldlega að vinna þetta forvarnar starf gegn hraðakstri og sérstaklega ölvunarakstri út frá öðru sjónarhorni.  Boð og bönn hafa mjög lítil áhrif hvað þetta varðar.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:57

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það er ekki rétt hjá þér.  Forvarnir verða samt að vera fyrir.  Það er svolítið seint í rassinn gripið að sýna fólki sem er þegar byrjað að reykja.  þessi aðferð dugar ekki á alla en marga. Þess vegna er mikilvægt að nota fjölbreyttar forvarnir og byrja tímalega, meðan börn eru enn móttækileg.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 7.12.2007 kl. 11:49

6 identicon

Ég er nokkuð sammála þér í þessu - aðgát skal höfð í nærveru sálar. Forvarnargildið er afar lítið núorðið, þetta eru meira eða minna alltaf sömu myndirnar þannig séð; sambærilega ógeðfelldnar -> maður verður ónæmur á þær með tíð og tíma.

Ég verð þó að viðurkenna það að þegar tilkynnt er um bílslys, þar sem ég veit af mínum nánustu, þá fer ég oft á fréttamiðla til þess eins að athuga hvort ég kannist við bílgerðina. Ég veit að líklega mun birtast mynd af slysstað - annað heyrir til undantekninga. Kannski gera það fleiri?

Ég get rétt ímyndað mér að ef ég lendi í því að lesa um bílslys af tilviljun (sem ég hef ekki heyrt af áður) og ef að í því slysi ferst einhver mjög nákominn mér, þá yrði mér brugðið.

Held að það sé aðeins hægt að stoppa myndbirtingar ef allir fréttamenn taka sig saman um það - því miður ólíklegt, nánast útilokað til lengri tíma litið. Sambærileg fréttamennska er í Dannmörku hjá slúðurpressunni (extrabladet t.d.).

Held að síóvægnari fréttamennska geti varla verið annað en það sem bíður okkar.

Þrándur (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband