Dapurlegt virðingarleysi fólks á slysstað

Það er afskaplega dapurlegt að heyra enn og aftur fréttir af því að fólk geti ekki beðið á slysstað og reyni að svína framhjá bílflökum og stórslösuðu fólki. Vanvirðingin við slasað fólk og aðstæður þeirra er algjör. Það nístir mig algjörlega inn að beini að heyra lýsingar af þessu í kvöldfréttum áðan. Mér finnst þetta algjörlega til skammar þeim sem svona komu fram og þetta er ljótur vitnisburður á hugsunarhætti fólks sem þarna birtist.

Fólk verður alvarlega að fara að hugsa sinn gang að mínu mati. Það er til marks hnignandi samfélagi að mínu mati að heyra af svona framkomu fólks á slysstað, þar sem fólk hefur slasast alvarlega og þarf á aðhlynningu að halda. Geti fólk ekki sýnt slíkum störfum þá virðingu að bíða og eða að leggja því hjálparhönd er eitthvað mikið orðið að þessu samfélagi sem við lifum í.

Við þurfum svo sannarlega að fara að horfa í spegil og spyrja okkur sjálf hvað skiptir mestu máli í lífinu.

mbl.is Brak hreinsað af slysstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég ætla ekki að dæma neinn, sá ekki fréttirnar en kannski var eitthvað að þessu fólki að missa af flugi og það fólk hefði átt að hafa forgang á þessari hjáleið sem var gerð og stöðva umferð til Reykjavíkur.

Sævar Einarsson, 6.12.2007 kl. 20:45

2 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Sammála..

Það er bara eitthvað mikið að orðið þegar ekki er borin meiri virðing við samborgara og lögreglu eða björgunarfólk að störfum við slysstað.

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 6.12.2007 kl. 21:24

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sorglegt dæmi um skort á náungakærleika.  Hið verðlausa verðu oft mönnum að keppikefli en þeir gleyma því sem skiptir öllu þegar upp er staðið.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 21:39

4 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Það liggur alltaf svo mikið á það er greinilega ekkert heilagt.

Elvar Atli Konráðsson, 6.12.2007 kl. 22:44

5 identicon

Það er satt Stefán, við þurfum að spyrja okkur hvað skiptir mestu máli í lífinu. Ef ég missi af flugvél vegna umferðarslyss þá hef ég trúlega lagt allt of seint af stað. Maður á að vera kominn út á völl 2 tímum fyrir brottför. Ef svo ólíklega vildi samt til að maður missti af flugvélinni þá yrði bara að taka á því, það afsakar ekki dónalega hegðun á slysstað.

Óðinn (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:48

6 identicon

þó svo að fólk GÆTI verið að missa af flugi, gæti þá ekki verið að fólkið í bílunum sé að missa af sénsinum á að lifa slysið af... hver mínúta skiptir máli þegar um alvarleg slys er að ræða!!

 virðingarleysi við hina slösuðu í svona tilvikum er algjört,,, Ísland er ekki það stórt land að við séum hætt að finna til með náunganum!!!

villi (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 23:19

7 Smámynd: Fishandchips

Við íslendingar erum bara alveg að missa okkur í hraðanum.

Hef alvarlegar áhyggjur af þessu þjóðfélagi. Kannski þetta óhefta flæði útlendinga bjargi siðgæðinu okkar á endanum

Fishandchips, 7.12.2007 kl. 01:02

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sammála. Þetta er ótrúlegt.  Getur fólk ekki beðið þó svo að það sé hugsanlega of seint t.d. í flug?

Marinó Már Marinósson, 7.12.2007 kl. 01:07

9 Smámynd: Pálmi H

Já, það er vítavert að tefja/hunsa aðgerðir á slysstað. En er ekki líka eitthvað að hjá þeim, sem stjórna á slysstaðnum? Oft er búið að fjarlægja þá slösuðu á innan við 30 mín. Vegurinn er samt lokaður í 2-3 tíma eftir það. Hvað er verið að gaufa? Á ekki að sýna þessum þúsundum, sem stöðvast/tefjast tillitsemi líka. Þetta er kanski mál, sem má ekki ræða?

Tek það fram að ég var ekki á Reykjanesbrautinn á slysdaginn.

Pálmi H, 7.12.2007 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband