Inn og út af fundi á fullum launum

Borgarstjórn Það virðist vera dýrt spaug að fylgjast með borgarstjórn Reykjavíkur ef marka má fréttina um innáskiptingar á fundum þar. Held að innáskiptingar á fundi þar séu Íslandsmet í sjálfu sér. Svona er þetta almennt ekki í minni sveitarfélögum þar sem kjörnir fulltrúar annaðhvort sitja fundinn eða boða forföll á hann allan.

Finnst það einmitt fyndnast að kjörnir fulltrúar eru í Reykjavík að kalla varamenn inn þó að þeir séu í húsinu og því er viðkomandi aðalfulltrúi viðstaddur. Það er kannski eðlilegt að fyrsti varamaður hvers lista sé alltaf viðstaddur en þetta er miklu víðtækara en svo að bara fyrsti varamaður sé að detta inn. Það má því í raun segja að fyrstu varamenn, jafnvel þrír til fjórir, eigi von á að fara á borgarstjórnarfundi þó að þeir komist ekki inn í kosningum.

Það væri við hæfi að birta fjarvistaskrá síðasta borgarstjórnarfundar og hvernig menn fóru þar inn og út. Þetta er hálfskondin dagbók.


14.00 Fundurinn hefst.
14.06 Gísli Marteinn Baldursson inn.
14.20 Þorleifur Gunnlaugsson inn, Sóley Tómasdóttir út.
16.10 Björk Vilhelmsdóttir út, Dofri Hermannsson inn.
16.45 Ólafur F. Magnússon út, Margrét K. Sverrisdóttir inn.
17.17 Ólafur F. Magnússon inn, Margrét K. Sverrisdóttir út. Svandís Svavarsdóttir út, Sóley Tómasdóttir inn.
18.10 Marta Guðjónsdóttir út, Kristján Guðmundsson inn.
18.25 Svandís Svavarsdóttir inn, Sóley Tómasdóttir út.
18.45 Hlé á fundi.
19.20 Fundi fram haldið. Marta Guðjónsdóttir inn, Kristján Guðmundsson út. Þorleifur Gunnlaugsson út, Hermann Valsson inn.
19.55 Gísli Marteinn Baldursson út, Björn Gíslason inn.
20.50 Þorleifur Gunnlaugsson inn, Hermann Valsson út.
21.00 Júlíus Vífill Ingvarsson út, Áslaug Friðriksdóttir inn. Björk Vilhelmsdóttir inn, Oddný Sturludóttir út.
21.20 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson út, Elínbjörg Magnúsdóttir inn. Sigrún Elsa Smáradóttir út, Stefán Benediktsson inn.
21.55 Svandís Svavarsdóttir út, Sóley Tómasdóttir inn.
22.10 Björn Ingi Hrafnsson út, Óskar Bergsson inn.
22.30 Svandís Svavarsdóttir inn, Þorleifur Gunnlaugsson út.
22.40 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson inn, Elínbjörg Magnúsdóttir út. Björk Vilhelmsdóttir út og Oddný Sturludóttir inn.
22.55 Björk Vilhelmsdóttir inn og Dofri Hermannsson út. Björn Ingi Hrafnsson inn, Óskar Bergsson út.
23.05 Gísli Marteinn Baldursson inn, Björn Gíslason út. Marta Guðjónsdóttir út, Elínbjörg Magnúsdóttir inn. Svandís Svavarsdóttir út, Þorleifur Gunnlaugsson inn.
23.20 Marta Guðjónsdóttir inn, Elínbjörg Magnúsdóttir út.
23.55 Oddný Sturludóttir út, Guðrún Erla Geirsdóttir inn.
00.17 Hlé á fundi
00.50 Fundi fram haldið. Oddný Sturludóttir inn, Guðrún Erla Geirsdóttir út. Björn Ingi Hrafnsson út, Óskar Bergsson inn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson út, Elínbjörg Magnúsdóttir inn.
01.12 Fundi slitið.


mbl.is Inn og út af borgarstjórnarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir

Ef kjörnir fulltrúar geta ekki sinnt starfi sínu fullkomlega, þá þarf einfaldlega að skoða hverja við kjósum. Hreint út sagt þá er ég hissa en þessi frétt á sennilega eftir að kalla á breytingar.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband