Al-Qaeda segist hafa myrt Benazir Bhutto

Kista Benazir Bhutto Það kemur engum að óvörum að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi lýst yfir ábyrgð á morðinu á Benazir Bhutto. Morðið bar öll merki þess að þar hefðu þeir verið að verki og flestir stjórnmálaskýrendur sem þekktu til stöðu mála á svæðinu bentu á þetta í gærkvöldi. Osama Bin Laden hafði sagt Bhutto réttdræpa fyrir mörgum árum og fyrirskipað að hún skyldi myrt og öllum hefur verið ljóst að hryðjuverkasamtökin myndu aldrei horfa þögul á að Benazir kæmist aftur til valda.

Pakistan hefur verið eitt helsta skjól hryðjuverkamanna á valdaferli Pervez Musharraf og flestir telja að Osama Bin Laden leynist þar. Landið er markað af hryðjuverkum og ógnum á alla bóga. Það er eðlilegt að hafa miklar áhyggjur af stöðunni á þessari stundu. Pakistan ræður yfir miklu af kjarnavopnum og það er því eðlilegt að heimsbyggðin fylgist með pólitískum hræringum á þeim slóðum og hver muni hljóta yfirráð yfir þessum vopnum. Um þau völd er tekist núna í aðdraganda kosninga.

Hryðjuverkasamtök eru mjög sterk og eðlilegt að óttast framgang þeirra með morði á stjórnmálamanni vegna skoðana sinna. Morðið á Benazir Bhutto sýnir vel að nær algjört stjórnleysi er á þessum slóðum. Baráttan við alræmd hryðjuverkaöfl hefur sjaldan verið erfiðari og sú barátta tekur á sig nýja mynd án lykilforystumanns á borð við Benazir Bhutto sem var á góðri leið með að komast aftur til valda er hryðjuverkaöflin ruddu henni úr vegi.

mbl.is Al-Qaeda sagt hafa lýst ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þurfti ekki nokkur maður að búast við því að kona sem ætlaði sér völd í múslimaríki fengi að lifa. Slíkt mun aldrei henda á þessari öld.

Stefán (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 15:06

2 identicon

Hvað með alla hina sem létust í þessu tilræði eru þeir einskis virði ??????

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 16:49

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þessari hryðjuverkaárás var beint að stjórnmálaleiðtoganum Benazir Bhutto. Það er lykilatriði málsins. Aðrir létust vegna þess að þeir fylgdu henni að málum. Þetta er auðvitað bara pólitískt morð á stjórnmálamanni.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.12.2007 kl. 18:16

4 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Þessi kona var valdamikil í múslimaríki, þannig slíkt hefur gerst á þessari öld. Mér finnst þetta samt eitthvað pínu skrítin. Eins og mig minnir þá stutti Bhutto, Talibana stjórnina til valda á sínum tíma.

Kannski hafa orðið einhver sinnaskipti, á milli hennar og Al qaeda.  

Ingi Björn Sigurðsson, 28.12.2007 kl. 18:19

5 Smámynd: Vendetta

"Það þurfti ekki nokkur maður að búast við því að kona sem ætlaði sér völd í múslimaríki fengi að lifa. Slíkt mun aldrei henda á þessari öld."

Það er rétt hjá Inga, að Benazhir Bhutto hefur verið við völd í Pakistan - á þessari öld. En henni var bolað burt nokkrum mánuðum síðar eftir falskar ákærur. Fyrir mér er það augljóst að það eru pakistönsk yfirvöld, sem létu myrða hana, ekki Al-Qa'eda. Það er Musharraf sem er ábyrgur, ekki Usama bin Laden. Ekki frekar en Lee Harvey Oswald var ábyrgur fyrir morðinu á Kennedy.

Vendetta, 29.12.2007 kl. 03:44

6 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Svo ég leiðrétti sjálfan mig þá var Bhutto við völd á síðustu öld. En það skipti ekki máli með inntakið, ég trúi því ekki í eina sekúndu að Al Kaída séu ábyrg.

Ingi Björn Sigurðsson, 29.12.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband