Forsetaframboð Ástþórs er nauðgun á lýðræðinu

Ástþór Magnússon Að mínu mati er yfirvofandi forsetaframboð Ástþórs Magnússonar nauðgun á lýðræðinu. Mér hreinlega býður við því að hann ætli sér enn eina ferðina að setja mark sitt á kosningar til embættis þjóðhöfðingja íslenska lýðveldisins og finnst það eiginlega skelfileg tilhugsun fari svo að við eyðum peningum skattborgara í kosningar þar sem aðeins nöfn Ástþórs og Ólafs Ragnars Grímssonar verða á kjörseðlinum. Það eru tilgangslausar kosningar að öllu leyti, sérstaklega ef litið er yfir fyrri átök þeirra í forsetakosningunum 1996 og 2004.

Ég fagna því að Þórunn Guðmundsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður í forsetakosningunum 2004, tjái sig um þessi mál og fari t.d. opinberlega yfir umdeild vinnubrögð Ástþórs í þeim kosningum. Það er ekki óeðlilegt að tala hreint út um þau vinnubrögð, en það er að mínu mati stóralvarlegt mál þegar að safnað er meðmælendum undir yfirskini þess að fólk sé að skrifa undir einhvern friðarboðskap en hafi ekki hugmynd um að hann sé með undirskrift sinni að stuðla að forsetaframboði, enda það komi ekki fram beint.

Það er löngu kominn tími til að mínu mati að stokka upp mál hvað varðar forsetakosningar á Íslandi. Að mínu mati er kominn tími til að setja kjörtímabilsmörk á sitjandi forseta Íslands, sem er eini embættismaður landsins sem kjörinn er beinni kosningu, og auk þess að fjölga meðmælendafjölda sem forsetaframbjóðandi verður að hafa til að geta talist kjörgengur. Talan hefur verið í 1500 áratugum saman og er löngu orðin úrelt að mínu mati.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það þyrfti að gera þrjár breytingar á embættinu að mínu mati.

1. Það þyrfti meiri stuðning fyrir hvert framboð heldur en nú er. Svona eins og 5000 undirskriftir til að geta boðið sig fram.

2. Lengja kjörtímabil forsetans úr 4 árum í 6 ár.

3. Að það sé einungis hægt að sitja í tvö kjörtímabil (12 ár).

Fannar frá Rifi, 4.1.2008 kl. 20:47

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

sumahama: Stend við hvert orð. Finnst það eðlilegt að tala svona. Maðurinn hefur farið í framboð með undirskriftum fólks sem vill ekki styðja hann, hefur t.d. ekki gefið til kynna að fólk sé að skrifa undir framboð en bara friðarboðskap. Smátt letur segi svo að þetta sé framboðsstuðningur. Ég tel það nauðgun á lýðræðinu að hann ætli aftur í framboð. Fari svo á fólk að sýna hug sinn með því að neita að skrifa undir hjá honum.

Fannar: Tek undir hvert orð. Sagði það sama í pistli mínum hér á nýársdag. Það á að binda forsetann við kjörtímabilsmörk. Hann geti aðeins einu sinni farið í endurkjör, setið hámark í tólf ár einmitt. Gott að við erum sammála um þetta.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.1.2008 kl. 21:12

3 identicon

"Tómatsósufriðelskandijólasveinninn" á ekki að vera aðalmálið, heldur það að við teljum okkur lifa í lýðræðisríki. Þar er kosið, ekki bara á milli manna heldur fær kjósandinn að skila auðu ef hann er ósáttur við það sem í boði er. Ég persónulega er ósáttur við að ORG fái bara djobbið án þess að ég fái að neyta kosningaréttar míns, burtséð frá því að það kosti. Lýðræðið er ekki frítt, eða viljum við kannski útvistað einræði og spara okkur þessar óþarfa kosningar?

Rétturinn til að skila auðu er einfaldlega sjálfsögð mannréttindi.

Kv

Mímir

Mímir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 21:50

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Mímir

Er alls ekki að tala fyrir því að Ólafur Ragnar verði sjálfkjörinn. Það er eðlilegt að við getum kosið. En mér finnst það satt best að segja tilgangslaust að halda kosningar með þessum tveim mönnum. Held að allir geti sagt sér sjálfir hvernig það fer. Það er mikilvægt að fjölga fjölda undirskrifta sem frambjóðandi þarf til framboðs, svo að við séum með alvöru valkosti um forsetaembættið. Enda tel ég að við viljum öll forseta sem við séum stolt af. Hef ekki alltaf verið sammála Ólafi Ragnari en ég myndi aldrei styðja Ástþór gegn honum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.1.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvar stendur það að ekki komi fleiri frambjóðendur.?

Þröstur Unnar, 4.1.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Vonandi fáum við fleiri frambjóðendur, allavega frambjóðendur af þeim þunga að þeir njóti trausts og virðingar. Satt best að segja er ég búinn að fá leið á Ástþóri. Held að við séum ansi mörg þannig. En ég má auðvitað hafa skoðanir á framboði hans, það er í sjálfu sér eðlilegt. En ég er ekki að tala fyrir því að ÓRG eigi að vera sjálfkjörinn, hafi einhver misskilið mig er sjálfsagt og rétt að koma því á framfæri hér.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.1.2008 kl. 22:39

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þút villt geta kosið SF en bara ekki hvern sem er.  T.d. ekki Ástþór, þá er það NAUÐGUN á lýðræðinu.  Fæ ekki alveg skilið hvað það er við Ástþór sem kallar fram þetta orð sem notað er yfir alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja á manneskjunni fyrir utan að deyða hana.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.1.2008 kl. 22:49

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er alltaf gott að hafa kosningar. Tala aldrei gegn lýðræðislegum kosningum, enda er öllum frjálst að gefa kost á sér hafi þeir til þess einhvern stuðning. Ég vona, Jenný Anna, að það sé ekki það illa komið fyrir okkur hér að einu einstaklingarnir sem hafi áhuga á Bessastöðum séu Ólafur Ragnar Grímsson og Ástþór Magnússon. Annars er eðlilegt að færri vilji fara í sitjandi forseta og þarf kraft og kjark í það. Ástþór hefur hvorugt og hann hefur oft gengið fram með þeim hætti að ómerkilegt telst, t.d. við söfnun meðmælenda. Tek því undir orð formanns yfirkjörstjórnarinnar í Reykjavík, enda get ég ekki séð mér fært að tala fyrir framboði þessa manns og finnst eðlilegt að hafa afgerandi skoðanir á því.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.1.2008 kl. 22:53

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mætti þá ekki á sama hátt meina 'smáframboðum' að bjóða fram til alþingis? framboðum sem (að mati löggildra spekinga) munu ekki ná inn manni.

nei, þá first værum við að nauðga lýðræðinu. auðvitað á hver sem er að geta boðið sig fram eins oft og honum sýnist. hvort það er maður sem einhverjir láta fara í skapið á sér eða ekki. það er lýðlæðislegt fyrirkomulag.

Brjánn Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 23:24

10 Smámynd: Calvín

Hugsanlegar forsetakosningar eru miklar ræddar í bloggheimi. Fyrirsögn þín Stefán Friðrik er óviðeigandi og móðgandi fyrir fórnarlömb nauðgana. Hvað er lýðræði og hvað er naugðun, eða hver naugðar hverjum, ef þannig mætti komast að orði? Átt þú eða einhver sjálfskipuð elíta að velja réttu frambjóðendurnar? Örlar ekki á forræðishyggju í þessu bloggi hjá þér Stefán? Ef reglur leyfa að Ástþór hinn herskái bjóði sig fram og að 3000 kjósendur styðja hann til þess er þá ekki einfaldlega farið eftir þeim reglum sem forsetakosningunum eru settar í stjórnarskrá? Er vilji þinn eða elítunnar rétthærri en stjórnarskráin?

Hitt er svo annað mál að auðvitað ætti Ástþór að vera búinn að skilja skilaboð þjóðarinnar og í öðru máli er ábyrgð þeirra 3000 kjósenda mikil ef þeir telja að Ástþór eigi erindi að nýju í forsetakosningar.

Calvín, 5.1.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband