Ólöglegt samráð - fyrirtækin sleppa billega

Samkeppniseftirlitið Það hefur lengi verið pískrað um að VISA og Eurocard á Íslandi hefðu með sér ólöglegt samráð og þau hafa nú seint og um síðir viðurkennt það og gert sáttardíl við Samkeppniseftirlitið. Það sem kom mér mest að óvörum er það hvað sáttin er allt að því auðveld fyrir kortafyrirtækin, bæði sitja forstjórar fyrirtækjanna áfram og greiðsla þeirra vegna samráðsins hefði mátt vera hærri.

Nú er það svo að ólöglegt samráð er alvarlegt mál, sama hversu mikið það sé á annað borð. Enda á að taka á þeim sem brjóta samkeppnislögin, en ekki breiða yfir verk þeirra. Þetta hlýtur að teljast ótrúlega vel sloppið hjá fyrirtækjunum og í sannleika sagt finnst mér það eiginlega stórmerkilegt hvað díllinn er þeim góður miðað við eðli brotsins. Hef varla heyrt annað í morgun eftir að fregnir af sektargreiðslu og niðurstöðu málsins bárust, í kjölfar tilkynningarinnar um samráðið sjálft. Reyndar eru greiðslur fyrir brot á samkeppnislögum merkilega lágar, miðað við eðli brotsins.

Eflaust kemur samráðið fáum að óvörum, enda verið pískrað um það árum saman. Sá að Kortaþjónustan er að undirbúa skaðabótamál gegn þessum þrem fyrirtækjum. Það verður áhugavert að sjá hver dómur þjóðarinnar verður yfir þessu samráði, einkum þeirra sem skipta við þessi fyrirtæki, en þau virðast hafa haldið uppi markaðnum með því að kóa saman. Það er ekki eðlilegt og ber að fordæma án hiks.

mbl.is Viðurkenna ólöglegt samráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband