Mun Árni Mathiesen verða forstjóri Landsvirkjunar?

Árni M. Mathiesen Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti því yfir í Mannamáli hjá Sigmundi Erni í kvöld að hann myndi láta af störfum síðar á þessu ári. Hávær orðrómur hefur verið um að Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, muni jafnvel verða eftirmaður Friðriks á forstjórastóli og hætta þátttöku í stjórnmálum. Hart hefur verið sótt að Árna á síðustu vikum í kjölfar skipunar hans á Þorsteini Davíðssyni sem héraðsdómara og flestum ljóst að pólitísk staða hans hefur veikst í kjölfarið er hann varði ákvörðun sína.

Hann kom ekki vel fyrir í Kastljósviðtali í síðustu viku og veikti stöðu sína enn, að mínu mati. Það var honum fjarri því til sóma að ráðast að dómnefndinni með þeim hætti sem þar var gert. Árni hefur verið hundeltur af fjölmiðlamönnum - það var ekki hátt risið á honum er hann var allt að því á flótta niður stigann í Valhöll til að forðast spurningar fréttamanns Stöðvar 2. Það er þó með öllu óvíst hver pólitísk staða hans verði er líða tekur á málið. Það blasir við að umsækjendur um stöðuna munu leita til umboðsmanns Alþingis og niðurstaða mála fjarri því ljós.

Það verður bráðlega hávær umræða um það hver hljóti forstjórastól Friðriks hjá Landsvirkjun. Fyrir áratug, í apríl 1998, hætti Friðrik Sophusson sem ráðherra og var óbreyttur þingmaður um skeið áður en hann var formlega skipaður forstjóri frá og með 1. janúar 1999. Það er alls óvíst hvernig ferlið við valið á eftirmanni Friðriks muni fara fram. Eflaust verður spurt um það hvort að Árni sem fjármálaráðherra geti fengið stólinn, en það breytir ekki því að orðrómur er um þessa fléttu.

Hætti Árni á þingi og verði forstjóri í stað Friðriks myndi Kjartan Ólafsson, alþingismaður, verða leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hann færðist upp fyrir Árna Johnsen á framboðslista flokksins, er kjósendur strikuðu hann niður um eitt sæti á listanum. Staða Árna verður væntanlega mikið í umræðunni á næstunni, burtséð frá stöðu málsins, og því hvort hann sé á útleið úr stjórnmálum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu nú alveg rólegur eiga Sjáfgræðismenn forstjórastólinn eða hvað?

Hvaða hlutverki á dýralæknirinn eiginlega að gegna eftir að hann segir af sér vegna þessa ráðningarklúðurs sem hann hefur komið sér í? Bláahöndin finnur örugglega eitthvað fyrir hann, en forstjórastóll nei held ekki Samhristingarfólkið sættir sig varla við það.

Hermann Einarsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 19:52

2 identicon

Það er annar kandidat sem bíður, gæti verið að hann búi á Akureyri.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 20:02

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hermann: Það verður auðvitað að ráðast. Þetta er ein af þeim sögum sem heyrast og mér finnst hún fjarri því fjarstæðukennd.

Gísli: Ef þú ert að tala um Kristján Þór mun svo ekki vera, hann hefur lýst því yfir á fundum með flokksmönnum hér að hann sé ekki að hætta í stjórnmálum eða horfi í aðrar áttir. Hann er framarlega í ráðherrakapal flokksins og líkur á því að hann verði ráðherra á kjörtímabilinu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.1.2008 kl. 20:22

4 identicon

er það sjálfgefið að xD maður fái forstjórastólinn í Landsvirkjum, hvernig væri nú að leita til fagmanneskju, ég myndi frekar treysta Önnu Kristjánsdóttir vélstýru fyrir fyrirtækinu og myndi ráðleggja henni að sækja um starfið ,heldur en Árna Matt xD dómsfíló, Árni er með allt niður um sig og best væri að senda hann sem forstjóra Kvíabryggju eða einhvers sveitasetur á Suðurlandi og þar geta suðurlendingar klappað honum á bakið og sent hann í Bakkafjöruna með skólflur og haka

stýri 

Tryggvi (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kemur í ljós, en er ekki svo ósennilegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 21:18

6 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta rímar allt saman við það, að Árni var fenginn í það verk að skipa Þorstein.

Ég tel mig annars hafa ráðið gátuna alla. Ummæli Björns Bjarnasonar á vefsíðu sinni nýlega útskýra eiginlega nákvæmlega ástæður þess að Þorsteinn var skipaður, sem og Ólafur Börkur og Jón Steinar í Hæstarétt. Ég leyfi mér að gerast svo djarfur að mæla sjálfur með pistli mínum um það allt saman.

Þarfagreinir, 20.1.2008 kl. 22:26

7 Smámynd: haraldurhar

    Landsvirkjun þarf á að halda hæfum og reyndum rekstarmanni að halda, ekki síst í ljósi þeirrar óstjórnar og sem þar hefur viðgengist, í formi ofmönnunar, rangra fjárfestingaákvarðanna, ásamt mörgu fleiru.

   Árni Mattísen, á ekkert erindi í forstjórastól Landsvirkjunar, þó hann hafi þóknast ráðandi öflum, og gengt þeim störfum, er hann hefur enga burði til að gegna, og hlotið nafnið afglapi.

   Eg er næsta viss að núverandi stjórnvöld muni ráða í stöðu forstj. Landsvirkjunar,  á faglegum forsendum.  Kristján Júlíusson, og Gunnar Svavarsson eru báðir menn er ég teldi að ræðu við verkefnið.

haraldurhar, 20.1.2008 kl. 22:41

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er greinilega svo komið að þjóðin er orðin svo meðvirk í pólitíska sukkinu að menn eru bara sáttir við að Alþingi sé vinnumiðlun!

Ekki get ég annað séð hér að ofan, a.m.k. ef taka má orð baldurshar alvarlega.

Árni Gunnarsson, 20.1.2008 kl. 23:10

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hvað sem öðru líður verðum við að losna við Arna Matt. úr Raðherrastól/er hann ekki lærður dyralæknir!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.1.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband