Ungliðahreyfingar í þörf fyrir áfallahjálp

Tjarnarkvartettinn fallni Það er svolítið skondið að lesa ályktun ungliðahreyfinga hins fallna vinstrimeirihluta í Reykjavík, sem fer frá völdum eftir hálfan sólarhring. Þar er talað um að upplausn fylgi nýjum meirihluta í borgarstjórn. Ég veit ekki betur en að réttkjörinn borgarfulltrúi hafi myndað meirihluta með öðrum flokki. Til þess hefur hann fulla heimild. Hann þarf ekki að fylgja öðru en eigin sannfæringu og ákvörðunum.

Meirihlutar koma og fara í sveitarstjórnum. Þannig getur hið pólitíska eðli orðið þar sem engum einum aðila eru falin völd með skýrum hætti. Vissulega er þetta sögulegt kjörtímabil í Reykjavík. Í síðustu kosningum náði enginn einn flokkur eða bandalag flokka meirihluta í borgarstjórn í fyrsta skipti frá borgarstjórnarkosningunum 1978 og semja þurfti. R-listinn hafði geispað golunni og Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki umboð til að leiða borgina einn, eins og kannanir höfðu bent til að gæti orðið lengi vel í kosningabaráttunni. Þá þegar var ljóst að staðan öll væri mun opnari og opið á ítalskt ástand þar sem meirihlutar gætu komið og farið, eins og gerist oft í öðrum sveitarfélögum víða um landið.

Staðan í Reykjavík er auðvitað ekki góð. En lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafa umboð til verka. Það verður ekki kosið þó að einn meirihluti falli og stuðningsmönnum fallins meirihluta líki ekki valdaskiptin. Umboðið er fjögur ár og kjörnum fulltrúum ber sú skylda að mynda nýjan meirihluta falli sá sem fyrir er og ekkert annað er í stöðunni. Það er fjarstæða að tala um upplausn þegar að kjörinn fulltrúi með fullt umboð úr kosningum sér hag sínum ekki borgið í meirihlutasamstarfi og heldur í aðrar áttir og myndar nýjan meirihluta. Það má vel vera að vinstrisinnuðum ungmennum líki þetta ekki í Reykjavík, en það er fjarstæða að þetta sé eitthvað nýtt í pólitík.

Sjálfstæðisflokkurinn missti völdin fyrir þrem mánuðum. Þá mynduðu lýðræðislega kjörnir fulltrúar, sem höfðu meirihluta, framhjá honum, sem stærsta afli borgarstjórnar Reykjavíkur, nýtt afl til valda. Það var þeirra réttur. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hlaut ekki hreinan meirihluta og varð að sætta sig við, þó sárt væri auðvitað, að valdið gæti færst annað. Þá deildi enginn um umboð Björns Inga Hrafnssonar, sem kjörins fulltrúa, að fara annað og þær hreyfingar sem helst skæla og öskra út í valdamyrkrið nú tóku við völdum með sama hætti og gerist með nýjan meirihluta á morgun. Átta aðalmenn borgarstjórnar mynduðu nýjan meirihluta - sá fyrri féll með skelli.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík sætti sig við það áfall. Það var ekki hans stíll að fara að starta marklausum netundirskriftasöfnunum þar sem hægt er að falsa inn hvaða nafn sem er, senda út ályktanir án þess að horfa á samhengi hlutanna eða mótmæla á fundarstað valdaskiptanna. Það er einu sinni þannig að þeir sem hafa umboð til valdasetu geta myndað nýjan meirihluta, skipt um skoðun, á hvaða tímapunkti. Það gerði Björn Ingi í október og það gerir Ólafur F. nú. Aðstæðurnar eru þær hinar sömu - nýr meirihluti hefur vald til breytinganna. Það deilir enginn um það vald, þó vissulega séu sárindi. Eðlilegt er að það séu sárindi.

En það verður að hugsa rökrétt og láta ekki eins og smábörn þegar að stjórnmál eru annars vegar.

mbl.is Ungliðahreyfingar „tjarnarkvartettsins" gefa út sameiginlega ályktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekkert vald til að fella meirihlutann. Ólafur F. Magnússon felldi meirihlutann og fer með atkvæði sitt annað. Það er alveg út í hött að minnihluti geti fellt meirihluta. Hann þarf að brotna upp til að hann falli. Augljós staðreynd.

Ég skil vel sárindi þeirra sem senda frá sér þessa ályktun. Það voru mikil sárindi meðal sjálfstæðismanna í haust þegar að sprakk þar. Pólitík verður aldrei alveg tilfinningalaus. En pólitíkin getur verið eins og lukkuhjól, það veit enginn hvenær það fer af stað og hvert hlutskipti stjórnmálamanna verði.

Það getur verið stutt milli gamans og alvöru. Hlutirnir geta breyst fljótlega þar sem enginn einn meirihluti er afgerandi til staðar út úr kosningum og semja þarf um völd. Þetta gerist reglulega í minni sveitarfélögum en er engin saga um þetta í Reykjavík fyrr en nú.

En það deilir enginn um það að meirihlutinn féll, oddaatkvæðið þar yfirgaf meirihlutann. Þá varð hann minnihluti - og þarf að láta af völdum. Svona virkar þetta víst.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 00:34

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góð og sönn grein hjá þér Stefán/en svona er þetta/ sannleikanum verður hver sáreiðastur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.1.2008 kl. 01:12

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, vissi það Viðar. Fannst þetta vel gert hjá ykkur að bakka upp Ólaf og sýna honum stuðning. Mikið styrkleikamerki það. Skilst að þarna með VG, Framsókn og Samfylkingu séu einhverjir ungir stuðningsmenn Möggu Sverris. Væri fróðlegt að heyra meira um þann hóp.

Takk fyrir góð orð Halli.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 02:21

4 identicon

25% borgarbúa styðja þennan nýja "meirihluta"!!!!

Hversu sorglegt er það?

Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

Þess vegna tala 75% um valdarán þeirra valdasjúku.

Hvernig á sannleikurinn að gera þau frjáls ef þau vilja ekki meðtaka hann.

Björn Ingi meðtók sannleikann og gerði hann frjálsan.

Mun valdaránsklíkan fylgja Björn Inga?

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband