Hryðjuverkaleiðtogi drepinn - hvar er Bin Laden?

Abu Laith al-Libi Þá er búið að drepa háttsettan al-Qaeda leiðtoga við landamæri Pakistans og Afganistans. Eins og svo margir leiðtoga þessa hryðjuverkahóps hafði hann farið huldu höfði mjög lengi og var svo óþekktur að engin almennileg mynd er til af honum, aðeins þessi svarthvíta mynd sem virðist jafn óskýr og hver maðurinn hafi eiginlega verið.

Það hefur verið leitað lengi að Osama Bin Laden. Hann hefur hvílt sem skuggi yfir forsetaferli George W. Bush. Nú þegar að líður að því að Bush fari úr Hvíta húsinu er óneitanlega spurt hvort að hann muni nást áður en að nýr forseti er kjörinn og tekur við. Ekki virðist miklar líkur vera til þess. Hann hefur þó minnt á sig reglulega síðustu árin og margir segja að myndband með honum á elleftu stundu kosningabaráttunnar 2004 hafi tryggt endurkjör Bush.

Pakistan hefur verið eitt helsta skjól hryðjuverkamanna á valdaferli Pervez Musharraf og flestir telja að Osama Bin Laden leynist þar. Landið er markað af hryðjuverkum og ógnum á alla bóga. Það hefur verið merkilega lítið talað um Bin Laden í bandarísku forsetakosningunum. Það breytist þó ætli hann sér að leika hlutverk á lokaspretti baráttunnar, en kannski hefur hann ekki talað enn af neinum þunga þar, þar sem að Bush er á útleið. Baráttan gegn honum fer þó ekki eftir forsetaefnum og allir virðast vilja ná honum.

Það hafa nokkur lítil peð á taflborði liðssveitar Bin Laden verið drepnir eða handsamaðir. Vonandi mun sá dagur renna upp fyrr en síðar að Bin Laden sjálfur náist. Sá um daginn að sonur hans var að biðla til föðurins um að hætta þráhyggju sinni. Sú skoðun ómar um heimsbyggðina held ég.

mbl.is Háttsettur al-Qadaliði drepinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ætlar þú ekkert að fjalla um Reykingarbannið ?? sem er verið að brjóta  og taka þá Alþingismenn með  

Erna Friðriksdóttir, 31.1.2008 kl. 19:46

2 identicon

Þetta er ekki flókið. Þeir væru búnir að finna hann ef þeir virkilega væru að leita. Þetta er ekkert annað en einhver uppspuni eða allavega að stórum hluta til. Þetta þjónar þeim tilgangi að láta almenning vita að eitthvað er verið að gera. Sem er ekki satt.....

einar (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 20:21

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ekki veit ég hvar Osama er, en Obama er vinbæll maður í BNA. Vonandi finnur almenningur þar hann og kýs í hvíta húbið. Hann væri betri en furðuverkið sem hefur setið við stjórnvölinn síðan í ársbyrjun 2001. Hef aldrei skilið þá sem einu sinni studdu þetta furðuverk.

Ólafur Þórðarson, 31.1.2008 kl. 20:49

4 identicon

Stundum gerist það að það sem ekki er sagt í einhverri frétt vekur mesta athygli. Í þessu tilviki: Hverjir stóðu fyrir eldflaugaárásinni, sem varð þessum hryðjuverkaforingja að bana?

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 21:42

5 Smámynd: Íslendingur

Ég verð að viðurkenna að álit Íslandvinarins Bandaríska, sem sérhæfir sig í bandarískum kosningum, um að hryðjuverkamálefni muni frekar skaða forsetaframbjóðendur heldur en hitt. Efnahagur landans muni sitja hærra, Osama er að sjálfsögðu fyrst og fremst hugmynd eða ýmind. Ef einstaklingar sem bera svo þunga mynd á baki sér, hvort sem er fallega eða slæma í þessu tilfelli, þá falla þeir með aldrinum að mínu mati. Sjáðu Kastró, bylting sem hefði getað umbreytt jafnvel heiminum, eða fengið "verkamenn heimsins til að sameinast" dó þar sem Kastró lifði og lengi, hann festist í sessi og bylting hans hefur snúist við og ónýtts...

Íslendingur, 31.1.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband