24.2.2008 | 23:39
Spádómar um Óskarsverđlaunin 2008
Óskarsverđlaunin verđa afhent í 80. skiptiđ í Los Angeles í nótt. Óskarinn er án nokkurs vafa helsta kvikmyndahátíđ sögunnar, ein mesta uppskeruveisla kvikmyndabransans og ţar koma helstu leikarar og kvikmyndagerđarmenn samtímans saman.
Ég ćtla hér og nú ađ pćla í verđlaununum og spá í úrslitin í nokkrum af helstu flokkunum, svona mér mest til gamans. Ţetta verđur vonandi spennandi og góđ nótt.
Kvikmynd ársins
Atonement
Juno
Michael Clayton
No Country for Old Men
There Will Be Blood
Pćlingar: Einn jafnasti kvikmyndaflokkurinn í um ţrjá áratugi. Allt frábćrar myndir og mjög sigurstranglegar. Atonement er
heilsteypt og vönduđ kvikmyndaútfćrsla á frćgri skáldsögu Ian McEwan. Juno er hrífandi og persónuleg mynd um týpísk vandamál venjulegrar fjölskyldu. Michael Clayton er traust og góđ lagaleg stúdía. No Country For Old Men er stórfengleg eđalmynd frá Coen-brćđrum međ mikilli fyllingu. There Will Be Blood er vönduđ og kjarnmikil fjölskyldusaga eins og ţćr gerast bestar.
Spá: Veđja á ađ No Country for Old Men fái óskarinn. Var sú mynd sem mér fannst pottţéttust sem kvikmyndaáhugamađur. Hafđi einfaldlega allt, heildarpakkinn pottţéttur. There Will Be Blood og Juno eiga ţó séns, sú fyrri er auđvitađ algjör eđall, pottţétt ađ öllu leyti, sú seinni hittir alla beint í hjartastađ, enda mannbćtandi og traust. Juno myndi klárlega vinna ef ţetta vćru áhugamannaverđlaun.
Leikstjóri ársins
Paul Thomas Anderson - There Will Be Blood
Ethan Coen og Joel Coen - No Country for Old Men
Tony Gilroy - Michael Clayton
Jason Reitman - Juno
Julian Schnabel - Le Scaphandre et le papillon
Óskarssaga tilnefndra: Enginn tilnefndra unniđ óskarinn áđur.
Pćlingar: Fimm traustir leikstjórar međ pottţéttar myndir. Anderson hefur veriđ í algjörum sérflokki ungra leikstjóra ađ mínu mati eftir Boogie Nights og Magnolia - traustar og góđar eđalmyndir sem voru í senn ferskar og traustar. Hann fléttar fjölskyldusöguna međ algjörum brilljans í There Will Be Blood. Coen-brćđur klikka aldrei. Raising Arizona, Fargo og The Big Lebowski auk fleiri eđalmynda - ţurfum ekki ađ rćđa ţađ meira. Ţeir eru alltaf traustir. Gilroy setti lagadramađ í Michael Clayton saman međ traustum og vönduđum hćtti í leikstjórafrumraun sinni. Reitman gerir góđa hluti í Juno, ţvílík elska ţessi mynd. Schnabel er snillingur, loksins er hann tilnefndur!
Spá: Ţađ er fyrir löngu kominn tími til ađ Coen-brćđur, ţeir miklu kvikmyndasnillingar, fái óskarinn. Vona ađ ţetta verđi áriđ ţeirra. Ţeir eiga ţađ skiliđ!
Leikari í ađalhlutverki
George Clooney - Michael Clayton
Daniel Day-Lewis - There Will Be Blood
Johnny Depp - Sweeney Todd
Tommy Lee Jones - In the Valley of Elah
Viggo Mortensen - Eastern Promises
Óskarssaga tilnefndra: George Clooney hlaut aukaleikaraóskarinn áriđ 2006 fyrir Syriana - Daniel Day-Lewis hlaut ađalleikaraóskarinn fyrir My Left Foot áriđ 1989 - Tommy Lee Jones hlaut aukaleikaraóskarinn fyrir The Fugitive áriđ 1993.
Pćlingar: Fimm flottir ađalleikarar ţarna á ferđ. George Clooney á eina bestu stund ferilsins í Michael Clayton. Flott mynd og glćsileg túlkun. Daniel Day-Lewis er traustur sem ávallt fyrr í There Will Blood - ţvílík snilld hjá kappanum. Tekur aldrei ađ sér myndir nema ađ ţar sé allt fullkomiđ. Hans besta frá ţví í My Left Foot, sem var einn mesti leiksigur síđustu áratuga nota bene. Johnny Deep klikkar aldrei - er traustur og góđur í Sweeney Todd. Löngu kominn tími til ađ hann vinni, en ţetta verđur ţví miđur ekki áriđ hans. Tommy Lee Jones hlýtur óvćnt tilnefningu, en er sagđur eiga fína takta í rullunni. Mortensen var pottţéttur í Eastern Promises.
Spá: Daniel Day-Lewis mun vinna óskarinn. Ţurfum ekki ađ rćđa ţađ meira. Pottţéttara verđur ţađ varla en ţađ. Ţó ađ Depp hefđi átt óskarinn skiliđ nú er ţetta ekki hans sigurstund.
Leikkona í ađalhlutverki
Cate Blanchett - Elizabeth: The Golden Age
Julie Christie - Away from Her
Marion Cotillard - La Vie en Rose
Laura Linney - The Savages
Ellen Page - Juno
Óskarssaga tilnefndra: Cate Blanchett hlaut aukaleikkonuóskarinn fyrir The Aviator áriđ 2004 - Julie Christie hlaut ađalleikkonuóskarinn fyrir Darling áriđ 1965.
Pćlingar: Fimm magnađar leikkonur berjast um hnossiđ í ţessum flokki. Blanchett leikur eftir árangur sinn fyrir áratug er hún var tilnefnd fyrir fyrri myndina um Elísabetu I og markar ţessari sögufrćgu drottningu aftur sess á óskarnum. Christie er sem ávallt fyrr stórbrotin og óviđjafnanleg, nú sem hin Alzheimer-veika Fiona í glćsilegri leikframmistöđu. Cotillard verđur ein besta söngkona 20. aldarinnar, hin franska Edith Piaf, í glćsilegri leikframmistöđu. Linney er mjög góđ í The Savages og bćtir einni góđri túlkun í safniđ sitt. Page er algjörlega yndisleg sem Juno, hin ófríska sextán ára stelpa á krossgötum lífsins - stjarna er fćdd ţarna!
Spá: Ţetta er barátta milli Christie, Cotillard og Page. Allar frábćrar. Spái ţví ađ Julie Christie fái verđlaunin. Ţađ eru 42 ár síđan ađ hún var ung og heillandi og vann óvćnt fyrir pottţétta túlkun í hinni traustu mynd Darling, sćllar minningar, og kominn tími til ađ hún fái aftur verđlaunin. Cotillard gćti fengiđ ţetta, enda góđ sem Piaf, og Page er ung og heillandi stjarna sem á sterka möguleika, en á allan ferilinn framundan.
Leikari í aukahlutverki
Casey Affleck - The Assassination of Jesse James
Javier Bardem - No Country for Old Men
Philip Seymour Hoffman - Charlie Wilson's War
Hal Holbrook - Into the Wild
Tom Wilkinson - Michael Clayton
Óskarssaga tilnefndra: Philip Seymour Hoffman hlaut ađalleikaraóskarinn fyrir Capote áriđ 2005.
Pćlingar: Fimm glćsilegir leikarar í mjög flottum myndum. Affleck markar sér stöđu sem alvöru stjarna en ekki ađeins sem bróđir Ben Affleck međ sinni glćsilegu túlkun. Javier Bardem er sem ávallt fyrr listagóđur og á flotta túlkun sem hinn vćgđarlausi leigumorđingi Anton í No Country For Old Men, algjörlega frábćr og ógleymanlegur í ţessari rullu. Hoffman er alltaf traustur og á enn eina stjörnuframmistöđuna. Hinn 83 ára gamli Holbrook verđur elsti tilnefndi karlmađurinn fyrir leik og löngu kominn tími til ađ hann fái tilnefningu. Traustur sem ávallt fyrr. Wilkinson er einn besti leikari Breta - frábćr sem lögfrćđingurinn Edens.
Spá: Javier Bardem mun vinna - alveg pottţétt. Og hann á ţađ skiliđ. Ţvílíkur skandall ađ hann var ekki tilnefndur fyrir leiksigurinn í The Sea Inside á sínum tíma. En ţetta verđur hans sigurstund klárlega.
Leikkona í aukahlutverki
Cate Blanchett - I'm Not There
Ruby Dee - American Gangster
Saoirse Ronan - Atonement
Amy Ryan - Gone Baby Gone
Tilda Swinton - Michael Clayton
Óskarssaga tilnefndra: Cate Blanchett hlaut aukaleikkonuóskarinn fyrir The Aviator áriđ 2004.
Pćlingar: Fimm flottar leikkonur sem lýsa upp hvíta tjaldiđ međ flottum leik í ţessum góđu kvikmyndum. Blanchett er eftirlćti óskarsins ţetta áriđ, fćr tvćr tilnefningar - algjörlega yndisleg sem rokkgođiđ Bob Dylan, ţvílík túlkun. Ţetta er ein besta leikkonan í bransanum í dag, segi ég og skrifa. Dee var traust og góđ sem ćttmóđirin Mama Lucas í American Gangster - 83 ára gömul er hún sú elsta sem hefur veriđ tilnefnd til verđlaunanna. Ungstirniđ Ronan er glettilega góđ í Atonement - ţessi á eftir ađ gera ţađ gott. Amy Ryan brillerar í Gone Baby Gone og Tilda Swinton er traust í Michael Clayton.
Spá: Mér finnst ađ Amy Ryan ćtti ađ fá verđlaunin. Hún var svo innilega góđ í Gone Baby Gone. Á móti kemur ađ Blanchett er stjarna óskarsins ţetta áriđ. En ţađ eru ađeins ţrjú ár síđan ađ hún vann verđlaunin og er ţví ekki beint í biđ eftir styttu. En hún var svo traust sem Dylan, á mjög sterka möguleika. Svo myndi ţađ verđa innilega sćtt ef Dee myndi vinna og marka söguna sem elsti sigurvegari óskarsins fyrir leik fyrr og síđar.
Góđa skemmtun í nótt! Ég mun fylgjast međ ţessu svo eftir ţví sem hlutirnir gerast í nótt. Ćtti ađ verđa traust nótt kvikmyndafíklanna. Enda ekki amalegt ađ fylgjast međ áttrćđisafmćli Óskars frćnda.
Óskarsverđlaunin undirbúin | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:59 | Facebook
Athugasemdir
Góđar pćlingar
Ómar Ingi, 24.2.2008 kl. 23:45
Ég ćtla ađ vaka og fylgjast međ ykkur strákunum, Ómari, Dodda, Don og ţér.
Ásdís Sigurđardóttir, 24.2.2008 kl. 23:58
Takk kćrlega fyrir kommentin. Ţetta var frábćr óskarsnótt. :)
mbk.
Stefán Friđrik Stefánsson, 26.2.2008 kl. 00:24
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.