Kvikmynd um sögulegan leiðtogafund í sjónmáli

Reagan og Gorbachev í Reykjavík 1986 Það er ánægjulegt að kvikmynd um hinn sögulega leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev í Höfða er í sjónmáli og leyfi komið fyrir Ridley Scott að taka myndina á fundarstaðnum. Talað var um á tímabili að taka myndina á öðrum stað en í Höfða en það var algjörlega absúrd hugmynd og mikilvægt að tryggja að myndin verði gerð í sínu rétta umhverfi.

Það er óumdeilt að leiðtogafundurinn í Höfða í október 1986 markaði söguleg þáttaskil; færði leiðtogana saman, þeir kynntust betur og vissu meira um grunn hvors annars, bæði persónulega og pólitískt. Þeir vissu að þeir gætu samið, sorglega litlu munaði að sagan yrði mótuð á fundinum og kalda stríðinu lyki fyrr en ella. Enda tala bæði bandarískir og sovéskir embættismenn þessara sögulega ára að í Reykjavík hafi verið upphafið að endalokum kalda stríðsins.

Allt sem á eftir fundinum kom og lauk með hruni kommúnistastjórna í Evrópu og uppstokkun í kjarnorkuvopnamálum voru afleiðingar Höfða-fundarins. Það hefði óneitanlega verið einstakt fyrir okkur að leiðtogarnir myndu ná sögulegu samkomulagi í Reykjavík. Við getum allavega huggað okkur við það að þessi fundur á sess í mótun sögulegra þáttaskila. Þó fundurinn hafi virkað sem sár vonbrigði á októberkvöldinu 1986 þegar að Reagan og Gorbachev fóru í sínhvora áttina leikur enginn vafi á því að þar var upphaf endataflsins í refskák stórveldanna á þessum tíma leikið.

Það er merkilegt að sumir sérfræðingar kalda stríðsmála meti fundinn jafnmikilvægan sögulega séð og Jalta-fundinn. Hann braut blað í samskiptum tveggja ólíkra póla í heimsmyndinni og sagan var þar rituð að hluta. Eftirmálinn er öllum ljós. Það er mikilvægt að tryggja að kvikmyndin um þennan merka atburð verði gerð hér heima en ekki annarsstaðar og vonandi er tryggt að myndin verði gerð.

Það verður spennandi að sjá hverjir muni leika leiðtogana. Ætli að frægir bandarískir leikarar muni t.d. leika Vigdísi Finnbogadóttur og Steingrím Hermannsson í þessari mynd? Spennandi verður að sjá.

mbl.is Hafa fengið leyfi til að kvikmynda í Höfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ætli sá sem kemur til með að leika Steingrím komi til með að líta eins vel út á sundskýlunni???

http://hl.blog.is/blog/hl/entry/456259/

Ólafur Björn Ólafsson, 25.2.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Verður spennandi að sjá það já, Ólafur Björn. Ætli að Helen Mirren muni leika Vigdísi forseta?  Denni verður pottþétt á skýlunni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.2.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Það eru nú ekki bara embættismennirnir sem líta á þennan fund sem upphafið að endalokunum. Ég fór með tengdaföður minn (hann er rússi) og hann talaði um það að fyrra bragði að í Höfða hafi endalokin hafist. Og að rússar flestir telji það, ekki bara embættismennirnar.

Hallgrímur Egilsson, 26.2.2008 kl. 00:37

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það verður kannski sagt frá því hvernig Reagan var með miða og annað sér til aðstoðar á þessum fundi. Altzheimer skrattinn var farinn að þjá kall greyjið og sagt er að efni og skipulag fundarins var ekkert á hendi forsetans sem var orðinn veikur... þá þegar. Efni og innhald þessa fundar var lagt upp af embættismönnum og utanríkisráðherra...sem reyndu af fremsta megni að leyna veikindum Reagans.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.2.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband