Gylfi Arnbjörnsson hættir við þingframboð

Gylfi Arnbjörnsson

Það eru allnokkur tíðindi að Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, hafi ákveðið að draga til baka framboð sitt í væntanlegu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 11. nóvember nk. Gylfi sendi síðdegis út yfirlýsingu þar sem hann fór yfir ákvörðun sína og ástæður þess að hann hætti við þingframboðið.

Umræður höfðu verið um hvort það færi saman að framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands færi í framboð og greinilegt af þessu að hann telur svo ekki vera. Þetta kristallaðist best í umræðunni um lækkun matarskatts en þá skrifaði Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, góða grein um þessi mál sem bar nafnið "Tvö andlit Gylfa".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband