Fjöldamorð í Jerúsalem - Hamas fagnar drápum

Fjöldamorð í Jerúsalem Það er dapurlegt að heyra fréttir af fjöldamorðunum í skólanum í Jerúsalem, þar sem fjöldi nemenda voru myrtir í kvöld á fyrirlestri. Hamas hefur nú fagnað drápunum á nemendunum sem sýnir hversu kaldrifjuð og ógeðfelld þau samtök eru, en það vissu svosem flestir vel fyrir.

Þessi árás er greinilega pólitísk skilaboð frá Hamas. Mér finnst vissulega staðan í Mið-Austurlöndum fjarri því góð en mér finnst þau samtök sem drepa ungt fólk með svo kaldrifjuðum hætti og fagna þeim vígum opinberlega ekki vinna málstað sínum mikils fylgis eða samúðar.

Það er dapurlegt þegar að pólitískar væringar eru orðnar svo kuldalegar og tilfinningalausar að drepa þurfi ungt fólk svo ógeðslega til að koma skilaboðum á framfæri.

mbl.is Átta létust á árás á skóla í Jerúsalem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir njóta mikillar hylli heima fyrir, og ... ja, hér á landi.  Þarna úti nægir að kalla, og fullt af fólki mætir til að vera mannlegur skjöldur.  (Svo er fólk hissa þegar konur og börn hríðfalla í bardögum þarna fyrir sunnan)

Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Sema Erla Serdar

Hvar get ég séð Hamas fagna þessum drápum??

Sema Erla Serdar, 6.3.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Sema: Umfjöllun hér.

Sigurður: Ætla ekki að verja einn né neinn en þeir sem fagna svona ógeði eru ekki beint virðingarverðir.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.3.2008 kl. 00:04

4 identicon

Ísraelsmenn drepa Palestínumenn. Þá drepa Palestínumenn Ísraelsmenn. Þá drepa Ísraelsmenn Palestínumenn. Þá drepa Palestínumenn Ísraelsmenn...

Arnar Eggert (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 00:51

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jamm, sorglegt en satt Arnar Eggert.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.3.2008 kl. 01:43

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Er þetta ekki bara grín hjá þér? Palenstínuarabar t.d. Hamas og síðan Ísrael eru í blóðugu stríði. Þetta hafa báðir aðilar sagt oft og mörgum sinnum.  Þessir nemendur voru síðan ungir hermenn í trúarskóla sem stunda hermensku ásamt trúarlegum lærdómi.  Að halda því fram að þetta hafi bara verið enn eitt hryðjuverkið framið af handahófi er auðvitað út í hött. 

Björn Heiðdal, 7.3.2008 kl. 01:58

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir voru gersamlega vopnlausir, Björn Heiðdal, og engir hermenn nema í mesta lagi að búa sig undir andlega hermennsku, ef svo mætti kalla, verandi í guðfræðiskóla (theological seminary). A.m.k. nokkrir þeirra voru 15 og 16 ára. Kynntu þér málin, áður en þú bullar svona. – Þetta var bein árás á saklausa borgara, ekki á stríðsaðila, nema þú viljir telja alla Ísraela stríðsmenn og réttdræpa, eins og Hamas gerir, bara í krafti þess, að þeir séu skattborgarar í Ísraelsríki (sem börn eru þó ekki). – Telji menn árásir Ísraela á Gaza síðustu vikuna sambærilegar við þetta lúalega hryðjuverk, þá er á það bendandi, að einungis 1/3 hinna föllnu í Gaza voru almennir borgarar skv. BBC, og voru þó mörg börn þar á meðal. 2/3 eru hins vegar stríðsaðilar eða öllu heldur menn sem halda uppi ólöglegri skæruliða- og hryðjuverkastarfsemi. Ég ver ekki "indiscriminate" árásir á almenna borgara jafnt sem hermenn, tek það skýrt fram, en hins mega menn minnast, að Hamasmenn eru af Ísraelsmönnum sagðir (eins og Hizbolla í Líbanon) skjóta flugskeytum sínum frá stöðum þar sem börn eru nálægt og gamalmenni.

Annars á ég sjálfur færslu um þetta hryðjuverk í Jerúsalem HÉR.

Með kærri kveðju til Stefáns, 

Jón Valur Jensson, 7.3.2008 kl. 04:06

8 Smámynd: Júlíus Valsson

Enn gildir þar hið fornkveðna; "Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn".
Þetta er þeirra Sturlungaöld en þörf er fyrir sáttmála.

Júlíus Valsson, 7.3.2008 kl. 08:13

9 Smámynd: Jonni

Fyrst vil ég taka það fram að ég fagna ekki þessum morðum, né styð þau með nokkrum hætti.

Mér finnst rétt að árétta það að þessi skóli var ekki neinn gagnfræðaskóli. Þetta var skóli bókstafstrúarmanna og nemendur voru heldur engin saklaus börn; þetta voru hermenn og búsetufólk. Með öðrum orðum svarnir óvinir palestínumanna og ekki eitthvað tilviljunarkennt handahófsvalin hópur skólabarna eins og sumir vilja halda. Ég tel að palestínumennirnir sem framkvæmdu þetta ódæðisverk hafi litið á þetta fólk sem andstæðinga sína í stríði og réttlætanlegt skotmark. Ísraelsmenn hafa sjálfir sín "réttlætanlegu" skotmörk, þeim finnst það allt í lagi að af 120 drepnum palestínumönnum séu bara uþb helmingurinn "hermenn", hinir mega alveg vera smábörn, gamalmenni og konur.

Það er auðvitað einkennileg upplifun að sjá börn fagna fjöldamorði, en veltið því fyrir ykkur hvað það geti verið sem fær börn til að bregðast svona við þessum fréttum. Við ættum öll að prísa okkur sæl fyrir að vera ekki í fótsporum þessara barna, því ef svo væri myndum við sennilega vera úti á götum Gaza að fagna fjöldamorðum.

Jonni, 7.3.2008 kl. 10:10

10 Smámynd: Jonni

PS. Ég heiti Jón Gunnar Ákason svo skilyrðum um nafnbirtingu sé fullnægt.

Jonni, 7.3.2008 kl. 10:11

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Innlegg Jóns Gunnars er til skammar. Ofstækið angar af skrifum hans: "Þetta var skóli bókstafstrúarmanna og nemendur voru heldur engin saklaus börn; þetta voru hermenn og búsetufólk." – Þetta var skóli trúaðra, sem sniðganga ekki Biblíuna (eiga þeir að gera það, af því að einhverjum vinstriróttæklingi þókknast það?!), heldur taka mark á henni (erða hvað er svona rangt við bókstafinn; etil hvers er JGÁ sjálfur læs?). Nemendurnir, sem drepnir voru, voru a.m.k. sumir 15 og 16 ára, en Jón Gunnar setur sig ekki úr færi með að segja yfir þeim dauðum: "nemendur voru heldur engin saklaus börn; þetta voru hermenn," sem er bæði lygi og gróf ásökun, sem nafni minn getur reynt að svara fyrir, þegar hann fær að mæta skapara sínum. Jón Gunnar þóttist í byrjun ekki ætla að styðja þessi morð "með neinum hætti", en fór síðan nákvæmlega út í það að réttlæta þau og sverta minningu hinna vegnu.

Hér var um beina árás á einbera sakleysingja að ræða í Jerúsalem. Það er allt annars eðlis en þær árásir Ísraelsmanna á Gaza, sem miðast ekki við að drepa saklausa og ekki að tjá haturshug, heldur að gera árás á flugskeytaskotpalla Hamasmanna og árásarmenn þeirra (hryðjuverkamenn) um leið; falli einhverjir saklausir borgarar samtímis, er það ekki ásetningurinn með þessum gagnárásum Ísraela – a.m.k. ekki þeim þeirra, sem ég tel réttlætanlegar.

PS. Stefán, ef einhver svarar mér hér með guðlast á vörunum, myndi ég ekki birta það í þínum sporum. 

Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband