Málefnaþing SUS um helgina

SUS

Málefnaþing SUS verður haldið nú um helgina í Reykjanesbæ. Stefnir í hörkufjör og mikla skemmtun. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Umhverfið er okkar. Munum við ungir sjálfstæðismenn því líta til umhverfismála, ræða þau í okkar hópi og tjá skoðanir okkar á málaflokknum. Ennfremur verður ráðstefna um umhverfismál á þinginu og öflug umræða um þau.

Hefst þingið með ráðstefnu um umhverfismál síðdegis. Fyrstur flytur ávarp Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Að því loknu flytja ræður þeir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður umhverfisnefndar Alþingis og Andri Snær Magnason, rithöfundur. Í pallborði sitja þau Friðrik, Guðlaugur Þór, Andri Snær, Illugi Gunnarsson, hagfræðingur, og Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri.

Þetta verður lífleg og góð helgi í Reykjanesbæ. Það verður ánægjulegt að hitta góða félaga og samherja allsstaðar að um landið og eiga góða helgi saman. Þingin hjá okkur í SUS eru alltaf frábær. :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband