Iðnir páskaþjófar gripnir í Leifsstöð fyrir brottför

Money, money, money....
Það er lögreglunni tókst að handsama hinu iðnu páskaþjófa, rúmenska og þýska að uppruna, sem tókst að ræna milljónum króna úr hraðbönkum um hátíðina. Það hlýtur að teljast ein víðtækustu kortasvik hér á Íslandi og virðast þeir hafa náð að vinna skipulega og einbeitt að sínum þjófnaði á meðan að bankarnir voru í páskablóma.

Frásögnin af þessu minnir reyndar á erlenda spennumynd frekar en íslenskan veruleika. Hasar og spenna í Leifsstöð og mennirnir með töskur smekkfullar af seðlum. Þeir fara nú væntanlega beint á Hraunið og geta hugleitt hvernig þeir segja þessa mergjuðu sögu.

Það hefði verið svakalegt ef löggan hefði misst þessa menn úr landi og gott að það tókst að stoppa þá í tæka tíð. Það væri gaman að vita nákvæma tölu varðandi ránsfenginn og eins hvort að þessir menn eigi sér sögu sem svo voldugir hraðbankanotendur.


mbl.is Sviku út milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Freyr Stefánsson

Sæll Stefán

Crimes don´t pay, sagði einhver snillingurinn. Þetta er þó það alvitlausasta sem nokkrum bófa hefur dottið í hug. Það er nú auðvitað ekki fallegt að stela íslenskum krónum, en að flytja þær úr landi!! Þvílík fífl. Krónan er ss. einhvers virði hér þó ekki sé það mikið, en hún er hvergi nothæf utan landsteinanna. Ætluðu þeir kannski að flytja peningana aftur til landsins eftir að þeir kæmu út? Þá sækja þeir vatnið fyrst yfir lækinn og fara svo til baka með það aftur. Jahjerna, þessir menn koma miklu óorði á alvöru ræningja með sjálfsvirðingu.

Jóhannes Freyr Stefánsson, 27.3.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband