Pólverjinn handtekinn - mikilvægt að breyta lögum

Fagna því að pólski maðurinn hefur verið handtekinn, í kjölfar þess að handtökuskipun barst. Finnst skipta litlu máli hvort maðurinn er saklaus eða sekur um morðið ytra. Hann þarf að svara fyrir þau mál á heimavelli og réttast er að framselja hann til pólskra yfirvalda. Sjálfsagt er að taka vel á móti útlendingum en taka verður á málum þeirra sem brjóta af sér og í þessu tilfelli er ómögulegt að gera ekki neitt.

Þetta mál er í alla staði mikil lexía fyrir okkur, en reglur um framsal sakamanna eru flóknari og strangari hér en innan Evrópusambandsins. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur nú þegar tekið á málinu með lagafrumvarpi um einföldun á framsalsreglum. Það er afleitt að Ísland verði einhvers konar skjól þeirra sem brjóta af sér og eru sakaðir um alvarlegan glæp.

Skil reyndar ekki af hverju Pólverjar voru svo seinir að koma með alþjóðlega handtökuskipun. Við lærum þó okkar lexíu á svona málum vonandi - mikilvægt er að nýjar framsalsreglur verði staðfestar sem fyrst.


mbl.is Efirlýstur maður handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé rangt hjá þér að gefin hafi verið út alþjóðleg handtökuskipun. Ég held að hið rétta sé að aðeins yfirvöldum hér hafi borist beiðnin, þ.e.a.s. að ekki hafi verið auglýst eftir honum á alþjóðavísu. Þetta þýðir, ef ég skil málin rétt, að nafn hans fer ekki í gagnagrunn ESB sem Shengen-ríkin hafa aðgang að og það er umhugsunarvirði, vegna þess að með því móti heldur hann möguleikanum á að komast yfir landamæri ESB og ESS-landa án þess að vera stöðvaður, m.a. okkar landamæra.

Að auki er það grafalvarlegt mál að pólsk yfirvöld báðu ekki um að hann yrði framseldur heldurðu urðu þau lokum við margítrekaðri beiðni íslensku lögreglunnar. Stóra spurningin er því hvernig á að bregðast við því að pólskum yfirvöldum virðist þykja í góðu lagi að brotamenn þeirra gangi lausir í öðrum löndum? Þau kærðu sig greinilega ekkert um að fá hann til baka.

En þótt þessi ómynd í mannslíki sé á leið úr landi þá hafa fjölmiðlar það eftir lögreglunni að hér sé á annan tug manna sem eru sakaðir eða grunaðir um hrottaleg afbrot í heimalandi sínu. Hvað ætla yfirvöld hér að gera í því máli?

Og að síðustu: Hvers vegna virðist gagnagrunnur Shengen ekki virka hér. Grunnurinn er til og okkur var sagt þegar stjórnmálamenn vildu ganga í Shengen að hægt væri að hafa miklu betra eftirlit en áður með því hverjir koma til landsins vegna þessa gagnagrunns. Annað hefur komið á daginn. Hvers vegna? Ég ætla þér ekki að svara þeirri spurningu, en stjórnmálamenn verða að gera það. Þau verða að standa okkur skil á því hvers vegna öryggi okkar allra er ógnað, skv. fréttum um að hér sé skjól fyrir stórhættulega brotamenn.

Helga (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 01:16

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentið Helga.

Það má vera að þetta sé ekki búið. Var úti í kvöld og hef ekki séð fréttatímana, svo að ég veit ekki annað en fréttin hér segir. Allavega er þetta handtökuskipun frá pólskum yfirvöldum. Þetta er í alla staði afleitt mál og sýnir hversu erlendir glæpamenn geta verið óhultir hér, án þess að nokkur geri neitt í sjálfu sér. Algjörlega ómögulegt ástand. Tek undir þínar skoðanir á þessu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.4.2008 kl. 01:43

3 identicon

''ST'ORLEGA 'YKT''  Svo voru orð Einars Skúlasonar,, Aldrei fyrr né síðar hef ég séð nokkurn mann svo illa haldin af afneitun,, Sjálfsblekkingin sem maðurinn er haldinn var enn og aftur í Spaugstofustíl,, Í frétta tímanum var fyrst talað við Einar,, síðan var viðtal við morðingjann ,, hann kom betur fyrir sig orði en Íslendingurinn sem ók með líkið í fanginu austur á firði án þess að hafa hugmynd um að pakkinn var dauður maður,, Pólverjinn var afar löghlýðinn maður og hafði aldrei orðið fyrir afskiptum lögreglu hér,,Tómur misskilningur allt saman og það stórlega ýktur,, Að lokum kom Lögreglustjórinn sem talaði af varfærni,,Hafði hann aðra sögu að segja,,Ég Spyr hver lýgur mest,,??Einar,,??Pólverjinn,,??Löggan,,??

Bimbó (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 07:07

4 identicon

Hver fagnar því að pólski maðurinn hafi verið handtekinn?

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband