Meat Loaf vill ekki fara í svala goluna á Fróni

Meat Loaf Jæja, þá er karlgreyið hann Meat Loaf búinn að valda öllum aðdáendum sínum hér á Fróni vonbrigðum með því að afskrifa tónleikahald í löndum hins kalda loftslags á heimsvísu. Held að einhver ætti að senda honum bók með myndum af hinu íslenska sumri og eða þá inneign á útivistarklæðnaði í 66 gráður norður. Væri góð byrjun allavega.

Þá kannski veit kappinn að felur nú ekki feigðina í sér að horfa til Íslands að sumarlagi. Kannski er hægt að sleppa Grænlandi í túrnum, en Ísland er nú paradís og þeir sem þola ekki svala sumargoluna eru nú ansi kveifarlegir, svo ekki sé nú meira sagt. En hann kannski heldur að Ísland sé kaldara en Grænland. Hvað ætli það séu nú margir um víða veröld sem halda að hér búi allir í snjóhúsum? Tja allavega ekki Al Gore.

Meatloaf er einn af þessum sannkölluðu ekta karakterum tónlistarsögunnar, mjög sérvitur en snillingur á sínu sviði. Hefur líka verið duglegur í að leika í kvikmyndum, flestir ættu allavega að muna eftir honum í Fight Club, enda vona ég að flestir hafi nú séð þá eðalræmu Finchers.

En nú rétt áður en allir ellismellir tónlistarsögunnar koma hingað væri nú gaman að fá Meatloaf til að halda ekta tónleika. Annars eru nokkrir þeirra á leið í sumar. Enn þurfum við þó að bíða eftir Rolling Stones. Þeir kannski koma í eitthvað lokað afmæli íslensks auðjöfurs þegar að hlutabréfin fara að hækka aftur. Hver veit?

mbl.is Meat Loaf aldrei aftur til Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband