Hlægilegar ásakanir Magnúsar Þórs um valdarán

Magnús Þór og KarenFinnst nú frekar fyndið að Magnús Þór Hafsteinsson saki Karen Jónsdóttur og Gísla S. Einarsson um valdarán með því að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Held að Magnús eigi sjálfur allan heiðurinn af því að Karen yfirgaf F-listann og vildi ekki sætta sig við afstöðu hans í flóttamannamálinu.

Sýnist á öllu að Magnús Þór hafi staðið algjörlega einn í því ferli, allir bæjarfulltrúar og helstu embættismenn bæjarkerfisins hafi sameinast gegn því sem hann í hlutverki formanns nefndarinnar í bæjarkerfinu hafði um málið að segja. Þarna hefur brostið strengur í samskiptum fólks og bæjarfulltrúinn hefur ekki séð sér fært lengur að vinna með varamanni sínum.

Held að áhugavert væri fyrir einhvern að kanna flóttamannamálið sem umlykur flóttamannamálið mikla á Skaganum - það sem snýr að því hversu marga Magnús Þór hefur hrakið frá Frjálslynda flokknum með vinnubrögðum sínum. Eins og frægt er orðið yfirgáfu þrír kjördæmaleiðtogar frjálslyndra á síðasta kjörtímabili flokkinn og þeir eru miklu fleiri. Eins og flestir muna fór varamaður Guðjóns Arnars Kristjánssonar og Sigurjóns Þórðarsonar á síðasta kjörtímabili í Norðvesturkjördæmi úr flokknum, kona á Akranesi. Þetta væri áhugaverð flóttamannasaga að skrifa um.

Magnús Þór virðist vera sífellt að einangra sig í pólitíkinni, ekki aðeins á heimavelli sínum í pólitíkinni með því að missa bæjarfulltrúann úr sinni liðssveit heldur flokksmenn um allt land, suma í miklum ábyrgðarstöðum fyrir Frjálslynda flokkinn. Þessi flokkur þarf greinilega ekki á óvinum að halda með þennan varaformann í brúnni.


mbl.is Magnús gagnrýnir nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Einar:
Hvað fannst þér um það þegar forystumenn Frjálslynda flokksins fögnuðu, og beittu sér jafnvel fyrir, vistaskiptum Kristinns H. Gunnarssonar og Valdimars Leós Friðrikssonar sem yfirgáfu sína fyrri flokka og gengu til liðs við frjálslynda án þess að segja af sér þingmennsku? Voru þeir þá ekki að bregðast trausti sinna kjósenda og hlaupa burtu með umboð sitt? Hvers vegna gagnrýndi Magnús Þór það ekki en fagnaði því þess í stað? Er mælikvarðinn á það, hvenær verið er að bregðast kjósendum, sá hvort það hentar hagsmunum Frjálslynda flokksins eða ekki??

Hjörtur J. Guðmundsson, 14.5.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Hvernig er hægt að réttlæta það fyrir fólkið í landinu sem er hjálparþurfi að vegna þess að það sé verið að kaupa sér atkvæði til að komast inní öryggisráðið þá sé flóttafólk tekið fram fyrir það ? Settu þig í spor þeirra sem eru á biðlista og eru í sárri nauð um félagsleg úrræðimyndir og reyndu að réttlæta svona gjörning. Með þessum gjörning er verið að sýna fólkinu í landinu vanvirðingu með valdasýki og flottræfilshætti og ég fordæmi svona gjörning.

Sævar Einarsson, 14.5.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Einar:

Það er gott að heyra.

Hjörtur J. Guðmundsson, 14.5.2008 kl. 20:51

4 Smámynd: Atli Fannar Ólafsson

THA nma alltaf baeta vid D ef folk segir thad hafi sina skodun.

Atli Fannar Ólafsson, 14.5.2008 kl. 22:19

5 identicon

Sævarinn má velta fyrir sér hvort hernaðarútgjöldum Íslands væri ef til vill betur komið fyrir meðal nauðstaddra, og hvort sá sparnaður útiloki ennþá neyðaraðstoð við stríðshrjáð fólk. Þetta er ekki spurning um að velja eða hafna, það er rúm fyrir kjarabætur þar sem við viljum ef við erum reiðubúin til að skera niður á réttum stöðum.

Arngrímur Vídalín (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband