Seðlabankinn tekur skref í rétta átt

Davíð Oddsson Líst mjög vel á gjaldeyrisskiptasamningana við norrænu seðlabankana þrjá. Þeir eru góð viðbúnaðarráðstöfun, sem þörf var á. Enda hefur markaðurinn tekið þessu vel og krónan styrkist. Þetta er skref í rétta átt. Spyrja má hvort Davíð sé enn við stjórnvölinn og stýri málum fyrir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sem hefur valdið mér og eflaust fleirum vonbrigðum með því að segja og gera ekki neitt þegar að þörf er á traustri forystu í landinu.

Þegar á móti blæs sést vel hverjir eru sterkir leiðtogar og hverjir séu týpískir leiðtogar í logni, þeir sem geta tekið á vandalausum verkefnum og stýrt málum á milli skers og báru í rólegheitatíð þegar að ekki eru ógnir á vegferðinni. Þegar að hvessir og syrtir í álinn reynir á menn og þá verða þeir sannir leiðtogar sem hafa svörin. Davíð virðist allavega vera sá eini í dag sem talar hreint út og greinir vandann og gerir eitthvað.

Vantaði eiginlega bara að hann talaði um blóð, svita og tár í vondri stöðu en allavega hann talaði skýrar en stjórnmálamenn gera. Það vekur mesta athygli. Vissulega má deila um hvort Seðlabankinn hafi sofið of lengi. Hitt er svo annað mál að það var tekið til hendinni í dag og það hefur haft sín áhrif. Hversu lengi þau vara er svo annað mál.

Mestu máli skiptir er að eitthvað sé gert og tekið á vandamálunum sem blasa við. Þeir stjórnmálamenn sem bíða aðeins eftir sólinni í krísutíðinni, hika þegar að taka þarf að skarið, eru ekki mikils virði og ég vona sannarlega að sú sterka ríkisstjórn, í þingmannatölu, sem nú ríkir bæti sig og sýni að hún ráði við krísuna.

Ég sagði hér um daginn að það væri hið versta að eiga stjórnvöld sem hefðu engin svör í krísutíð og engar lausnir fram að færa nema þá að bíða og vona. Seðlabankinn hefur altént tekið af skarið. Nú verður áhugavert að sjá hvað stjórnmálamennirnir gera.

mbl.is „Lengt í hengingaról Íslendinga"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Stefán

Án þess að ég vilji taka nokkurn heiður af Davíð Oddssyni grunar mig nú samt að Geir Hilmar Haarde hafi lagt á ráðin um þetta á norrænum forsætisráðherra fundi um daginn.

Kannski að sumir átti sig nú á því hversu mikilvægt var að hafa Geir út um allar trissur um daginn á einkaþotum.

Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.5.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband