Landsvirkjun sponserar Ómar Ragnarsson

Ómar og Friðrik

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og Ómar Ragnarsson, sjónvarpsmaður, undirrituðu í dag samkomulag um að Landsvirkjun styðji Ómar um 8 milljónir króna. Er samkomulagið um að fjárhæðin renni í kvikmyndagerð Ómars af myndun Hálslóns við Kárahnjúkavirkjun. Átti stuðningurinn upphaflega að vera 4 milljónir en var hækkaður eftir upphaflegt samkomulag, gegn því að Landsvirkjun fær afnot af myndefni Ómars.

Þetta eru mikil tíðindi. Ómar hefur verið harður talsmaður gegn virkjun við Kárahnjúka og stóriðju á Austurlandi. Þegar að myndun Hálslóns hófst í september hóf Ómar að gera heimildarmynd um lónið. Við öllum blasir að ekki verður aftur snúið fyrir austan. Lónið er orðin staðreynd og innan skamms verður virkjunin gangsett á fullt. Sigling Ómars á örkinni var umdeild í samfélaginu og deildi Ómar harkalega á Landsvirkjun vikurnar áður, eftir að hann sté formlega út úr hlutleysi fréttamannsins og varð baráttumaður andstöðunnar.

Fyrir tveim mánuðum gengu nokkur þúsund manns með Ómari niður Laugaveginn. Það væri fróðlegt að heyra mat þeirra sem það gerðu á þessu samkomulagi sem Friðrik og Ómar hafa nú handsalað. Mér skilst að þessi samningur tryggi Ómari og samstarfsfólki hans húsaskjól og fæði í búðum Landsvirkjunar við Kárahnjúka á meðan á kvikmyndatökum stendur, svo að væntanlega er næturvist í jeppagörmunum liðin tíð núna upp á fjöllum. Nú er gist í boði Landsvirkjunar. Þetta er allavega athyglisvert samkomulag í ljósi margs þess sem gerst hefur í samskiptum aðila vegna Kárahnjúkavirkjunar.

En þetta verður væntanlega flott mynd um Hálslón með sponseringu Landsvirkjunar. Fróðlegt verður að líta á hana þegar að hún verður til, væntanlega þegar að virkjun við Kárahnjúka verður endanlega staðreynd með vorinu og Hálslón hefur náð sinni endanlegu mynd.


mbl.is Landsvirkjun styrkir Ómar um 8 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta vekur heldur betur athygli, enda hefur Ómar óhikað gagnrýnt Landsvirkjun af krafti. Þetta eru vissulega tímamót í stöðunni að hann fái þennan styrk, en það er hans ákvörðun að þiggja það. En það er frétt engu að síður.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.11.2006 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband