Óþolandi auglýsingahlé í Dagvaktinni á Stöð 2

Dagvaktin Mikið innilega var það nú notalegt að sjá þá félaga Georg, Ólaf Ragnar og Daníel aftur. Dagvaktin lofar svo sannarlega góðu. Hinsvegar var auglýsingahléið sem skar þáttinn í sundur í tvo búta algjörlega óþolandi. Stöð 2 gerði það sama með Næturvaktina, en svei mér þá ef þetta var ekki lengra auglýsingahlé og meira pirrandi en það.

Fyrir okkur sem erum áskrifendur að Stöð 2 er algjörlega ömurlegt að sjá svona gæðaefni skorið í sundur. Þættirnir eru með tvo styrktaraðila, auglýsta í bak og fyrir í þættinum, svo að maður hélt að kannski væri nóg að dæla nóg af auglýsingum fyrir og eftir þáttinn. Ónei, ekki beinlínis. Auglýsingum er smurt svoleiðis í þáttinn og eyðileggur skemmtanagildi hans allnokkuð.

Ríkissjónvarpið gerði ekki hið sama og skar ekki Svörtu englana í tvennt. Enda á svona gæðaefni að vera sent út í einni heild en ekki skorið í sundur. Kannski væri hægt að skilja þessa auglýsinganauðgun á leiknu íslensku efni ef Stöð 2 væri ekki áskriftasjónvarp. Stöð 2 minnir í þessu illilega á Skjá einn - mikil afturför vægast sagt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Að borga fyrir að fá að horfa á gott efni með auglýsingarhléum eins um frístöð sé að ræða.

er það furða að margir nenna þessu ekki og bara downloada messtu af því efni sem er á áskriftarstöðvunum?

Fannar frá Rifi, 22.9.2008 kl. 18:31

2 identicon

Enda er það til háborinnar skammar hvað áskrifendur stöðvar tvö láta vaða yfir sigá drulluskítugum skónum. Þeir hækka áskriftina (gróft dæmi) á tveggjamánaða fresti og svo það að sýna auglýsingar inn í þáttum!

allstaðar annarsstaðar tíðkast það ef þú borgar fyrir áskrift á sjónvarpi þá er það til þess að losna við auglýsingar og þessar leiðinlegu auglýsingar sem klippa þætti í sundur á frírásunum!

stoð2 hefur ekki alveg áttað sig á konseptinu að áskriftarsjónvarpi enn!

Flóvent (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 09:52

3 identicon

Þegar ég t.d. horfi mína uppáhalds sjónvarpsþætti á Skjá Einum, tek ég þá upp og hraðspóla yfir auglýsingarnar - sparar heilmikinn tíma og pirring.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 12:11

4 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

.....en svona er frjáls fjölmiðlun!!!

Hilmar Dúi Björgvinsson, 23.9.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband