Þjóðarsorg í Finnlandi - nöturlegur harmleikur

Byssumaðurinn Þjóðarsorg er í Finnlandi eftir fjöldamorðið í iðnskólanum í Kauhajoki. Þetta fjöldamorð í norrænum skóla hefur hreyft við öllum sem fylgjast með fréttum - þetta er nöturlegur harmleikur sem erfitt er að lýsa með orðum í sannleika sagt. Sorg hvílir yfir friðsælu skólasamfélagi og frændum okkar Finnum öllum. Mikilvægt að sýna þeim samúð, svo skömmu eftir Jokela-fjöldamorðið fyrir tíu mánuðum.

Í finnsku samfélagi gnæfa spurningarnar eins og brot í stóru púsli, þau munu vonandi ná að mynda heilstæða mynd að lokum - mynd sem sýnir atburðarásina í réttu ljósi og svarar því sem eftir stendur að lokum. Fyrst og fremst er þetta mál mikið áfall fyrir okkur á Norðurlöndum. Við höfum talið okkur trú um það að við lifum í vernduðu samfélagi, það sem gerist af þessu tagi í Bandaríkjunum sé fjarlægur veruleiki og komi okkur ekkert svo mikið við. Þetta er veruleiki sem hefur nú náð til okkar á þessu samnorræna svæði. Það er skelfilegt.

Mér finnst þetta sýna okkur mjög vel að við lifum ekki í vernduðu samfélagi. Klikkað fólk getur verið á ferli hvar sem er, fólk sem getur breytt örlögum þeirra sem við þekkjum á augabragði. Fyrst svona skelfingaratburður getur átt sér stað í norrænum framhaldsskóla þurfum við að líta á heildarmyndina öðrum augum. Það sem gerist í Bandaríkjunum er ekki lengur veruleiki sem er okkur fjarlægur. Þetta er dapurleg lexía sem við sjáum gerast með þessu. Það er ekki lengur hægt að líta á þennan veruleika sem bandarískan, sem fjarlægan.

Öll vottum við Finnum samúð okkar. Þetta er þeim gríðarlegt áfall skiljanlega, þetta er þó ekki bara áfall þeirra heldur okkar allra. Þessi veruleiki er mikill fyrir okkar norræna umhverfi.

mbl.is Níu látnir í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband