Rússíbanaferðalag - bandaríska óvissan

Seðlabankinn Eftir rússíbanaferðalag krónunnar í dag vakna sífellt fleiri spurningar um hvort krónan geti staðið af sér niðursveifluna. Fréttin um að Seðlabankinn hafi ekki fengið gjaldmiðlaskiptasamning við bandaríska seðlabankann kemur svo sem rúsínan í pylsuendanum í dagslok. Ekki er nema von að fólk fari að óttast um sinn hag.

Fyrsta fréttin á Stöð 2 um hækkun matvöru ætti ekki að koma neinum að óvörum miðað við stöðuna en kemur fólki varla í gott helgarskap. Einn sem ég hitti í dag sagðist helst vilja hætta að horfa á innkaupamiðann er hann labbaði úr búðinni eða velta fyrir sér breytingunum. Nógar væru þær. En eflaust sitja margir yfir miðanum og skoða breytingarnar, sem eru orðnar daglegar.

Þetta er dökk staða og fá merki á lofti um að staðan sé að fara að batna. Óvissan í Bandaríkjunum er ekki beint traustvekjandi heldur, hvort sem er mat bandaríska seðlabankans á stöðu okkar eða valdataflið um pólitísku lausnina á bandaríska verðbréfamarkaðnum.

mbl.is Ekki þótti ástæða til að gera gjaldmiðlaskiptasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband