Þorsteinn Már stjórnarformaður Glitnis áfram?

Yfirlýsing Þorsteins Más Baldvinssonar um að hluthafar í Glitni eigi að samþykkja yfirtöku ríkisins á bankanum eru merkileg endalok á yfirlýsingum hans fyrr í vikunni um stöðu málsins. Væntanlega felst í þessu að hann verði stjórnarformaður Glitnis áfram í umboði ríkisins, þó enn sé vika í hluthafafundinn, og að líklegast verði að eigendur hafi lagt árar í bát í tilraunum sínum til að bjarga bankanum frá yfirráðum ríkisins.

Auðvitað var þetta ljóst alla vikuna, enda fór þetta ekki í þetta ferli af algjörri tilviljun. Þetta er vond niðurstaða fyrir hluthafa en yfirlýsing stjórnarformannsins skýrir línur í þessum efnum til muna. Væntanlega felst í þessu líka yfirlýsing um að hann ætli sér að taka tilboði ríkisins um að gegna formennsku áfram.

mbl.is Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eg ríkið ætlar að gefa þessum fólki svo mikið sem eina krónu, þá fer ég úr landi og skipti um ríkisfang.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.10.2008 kl. 15:43

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

sem einn af 300.000 tilvonandi eigendum 75% hlutar af Glitni og ein af þeim fjölmörgu sem hef tapað milljónum í því gegnisfalli sem varð öllum eigum Íslendinga í íslenskum krónum þá lýsi ég algjörri andstöðu við að þessi maður verði í stjórn Glitnis. Yfirlýsingar hans og hringlandaháttur síðustu daga eru nógur vottur um að hann hefur ekkert að gera í þetta. Eins er það ekki góður stjórnarformaður sem kemur þeim rekstri sem hann stýrir í svona stöðu.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 3.10.2008 kl. 16:04

3 Smámynd: corvus corax

Nýir meirihlutaeigendur Glitnis óskuðu eftir því að Þorsteinn Már yrði áfram stjórnarformaður bankans. Þorsteinn er mjög hæfur til þess starfs og leitun á jafn vandvirkum manni hvaða starfi sem hann gegnir á hverjum tíma. Að sjálfsögðu reiddist Þorsteinn Már eins og aðrir hluthafar Glitnis eftir áhlaup ríkisins (DO) á hluthafana í skjóli nætur. En hann er maður til að viðurkenna ósigur, horfa fram á við og láta ekki það liðna naga sig eða hefta til góðra verka í nútíð og framtíð. Það eru hins vegar ótrúlega margir sem eyða dýrmætum tíma sínum í að velta sér upp úr liðinni tíð, iðrast gerða sinna eða leita afsakana og sökudólga í stað þess að takast á við verkefni hvers tíma af festu, trúmennsku og æðruleysi.

corvus corax, 3.10.2008 kl. 16:04

4 identicon

hehe einhver sagði einu sinni að Mái myndi selja ömmu sína fengi hann tækifæri til þess, hvort það sé satt skal láta ósagt. En ég ætla svo sannarlega að vona að ástandið fari að skána, því mér finnst þetta vera komið gott. Kveðja úr reykjavík:)

Ólöf (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 16:43

5 identicon

Salvör

Ég er sammála þér.  Og burt með þessa ríkisstjórn og einnig burt með hann Davíð úr Seðlabankanum.  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband