Fín úttekt á íslenskum sjónarmiðum hjá BBC

Grein Ingibjargar Þórðardóttur um kulnandi samskipti Íslands og Bretlands er mjög góð - fínt fyrir Íslendinga að eiga einhvern innlendan blaðamann hjá BBC við þessar aðstæður. Nógu margir Bretar hafa hallmælt okkur og snúið baki við Íslendingum. Sjálfsvirðing Íslendinga í Bretlandi er ekki mikil núna. Hef heyrt í nógu mörgum sem segja sömu sögu um það. Allt hefur breyst á skömmum tíma. En þess þá mikilvægara er að breska pressan endurspegli eitthvað af því sem við segjum hér heima og við fáum okkar sjónarhorn þar inn. Mikið hefur vantað á það.

Reyndar finnst mér sífellt fleiri hafa áttað sig á því hvað þetta var ódýrt en lúalegt bragð hjá Gordon Brown. Mikið væri nú gaman að vita hvort ráðherrarnir þrír hjá Samfylkingunni sem eru víst í Verkamannaflokknum; Össur, Björgvin og Ingibjörg Sólrún, séu enn í flokknum eftir atburði síðustu dagana. Nógu oft hafa Össur og Björgvin gortað sig af tengslunum þar inn. Ekki hafa þau vigtað þungt þegar Brown og Darling eru annars vegar.

Fannst gaman að sjá að vitnað er beint í bloggið mitt í skrifum Ingibjargar og þar tekin fyrir skrif mín um samskipti Íslands og Bretlands. Gott að vita til þess að orðin manns eigi leið í bresku pressuna.

mbl.is Íslensk sjónarmið skýrð á BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband