Obama sigrar í Ohio - þarf bara að sigra Kerry-ríkin

Barack Obama sigraði fyrir nokkrum mínútum í Ohio, ríkinu sem tryggði seinna kjörtímabil George W. Bush í Hvíta húsinu, og vantar nú 71 kjörmann upp á að vinna kosningarnar. Þarf nú aðeins að klára að sigra í Kerry-ríkjunum árið 2004. Enginn vafi leikur lengur á að Barack Obama verður 44. forseti Bandaríkjanna. Aðeins er tímaspursmál hvenær hann klárar þetta.

Svo sannarlega stórmerkilegur sigur og hann mun fara vel yfir 300 kjörmenn, eins og ég spáði í gær. Þetta verður traustur sigur. McCain hefur aðeins misst fylgi síðustu dagana og virðist eftir laugardaginn hafa spilað vonlausa kosningabaráttu og misst lykilríkin endanlega.

Eitt er reyndar stórmerkilegt núna í yfirvofandi sigri Obama. Munurinn á þeim í atkvæðum er aðeins rétt rúmlega 300.000 atkvæði as we speak. Stórmerkilegt ef Obama myndi vinna kosningarnar í kjörmönnum en fá færri atkvæði.

Ekki það að ég spái því, en merkileg umhugsun í því sem er að fara að gerast næsta klukkutímann.

mbl.is Bilið minnkar aftur í Ohio
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband