Obama öruggur um sigur - beðið eftir McCain

Spennunni í bandarísku forsetakosningunum er lokið. Ljóst að Barack Obama verður 44. forseti Bandaríkjanna. Hann er kominn með 207 kjörmenn og á enn eftir að taka pottþétt 73 á vesturströndinni; Kaliforníu, Washington-ríki og Oregon og er þá kominn í 280. Aðeins beðið eftir að John McCain viðurkenni formlega ósigur sinn.

Obama mun fá vel á fjórða hundrað kjörmanna og vinna mjög traustan sigur í kjörmönnum en sennilega fá litlu fleiri atkvæði á landsvísu en McCain. Merkileg úrslit. Bíð spenntur eftir að heyra hvernig McCain lokar þessu með ræðu sinni, hvernig orðalagið verði þegar hann óskar Obama til hamingju með forsetaembættið.

Væntanlega bíður McCain aðeins eftir að Obama nái 270 kjörmanna markinu. Hvaða ríki ætli færi Obama forsetaembættið? Flórída?

En þvílíkt afhroð sem repúblikanar verða fyrir. Þeir missa klárlega átta sæti núna og alls fjórtán frá árinu 2006.

Þvílík uppbyggingarstarf sem tekur þar við þegar Bush er farinn úr Hvíta húsinu, heim til Texas.

mbl.is Obama með 207 kjörmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband