Hrollvekjandi spá hjá Wade - vonin og óttinn

Spá prófessorsins Roberts Wade er auðvitað hrollvekjandi, nístir inn að beini fyrir alla Íslendinga, svo skömmu eftir bankahrunið. Auðvitað er eðlilegt að búast við hinu versta en um leið vona það besta. Ég held að ástandið í haust geti ekki endurtekið sig. Nú eru allir á verði og fylgjast vel með hvað er að gerast. Þegar bankarnir hrundu eins og spilaborg í haust voru allir í blekkingarleik og héldu í veika von um að allt myndi reddast.

Dregin hafði verið upp ósönn mynd af stöðunni og reynt að blekkja þjóðina æ ofan í æ. Fallið var ekki aðeins sálfræðilegt áfall stoltrar þjóðar heldur líka táknrænt hrun í alla staði. Ekki bætti úr skák að fjölmiðlarnir höfðu ekki dregið upp myndina af stöðunni heldur kóað ástandið og ekki staðið sig í hlutverki sínu. Því var hrunið þjóðarsjokk. Enginn fyrirboði var um ástandið og þegar einhverjir erlendis vöruðu við voru þeir púaðir niður.

Wade þarf ekki að búast við að fólk sofi ráðleggingar hans og annarra um ástandið á veraldarvísu og hérna heima á Íslandi af sér. Nú er fólk á verði og veit betur hvaða hættur eru á leiðinni og hvað geti gerst. Nú reynir auðvitað á allt kerfið og hvort hægt verði að komast í gegnum þetta ár. 2009 er ár óvissunnar. Við vitum hvernig staðan er við ársbyrjun en ekki þorir nokkur maður að segja til um hvernig landið liggur í desemberlok.

Nema þá að vona það besta en óttast það versta. Það er meira en við gerðum í haust.

mbl.is Fullur salur í Háskólabíó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þú segir:

"Nú eru allir á verði og fylgjast vel með hvað er að gerast".

Ertu að grínast? Það eru nákvæmlega engir á verði og nákvæmlega sömu einstaklingar sem eru að verja sama kerfi og brást síðast. Sama eftirlitið að gera sömu vitleysuna og í bónus er verið að færa gjalþrota fyrirtækin í hendurnar á sömu aðilum og gerðu þau upphaflega gjalþrota með því að afskrifa skuldirnar (þjóðnýta).

Þeir einu sem eru að fylgjast með eru þeir sem eru að berjast fyrir réttlætinu með tafarlausri afsögn valdhafanna sem bera ALLA ábyrgðina. Hvernig væri að fleiri færu að fylgjast með svo spá Wade nr. 2 þurfi ekki að verða okkur jafn raunverulega og spá hans nr. 1 var - og Geir líkti m.a. við lélega grein í DV....

Þór Jóhannesson, 13.1.2009 kl. 02:34

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

D-auður stóll.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:27

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

"Ég held að ástandið í haust geti ekki endurtekið sig."

Þú verður að fyrirgefa en ég tek mun meira mark á Wade en þér. Og hann er að tala um alheimskreppu og það hvernig íslensk stjórnvöld hafa unnið úr málum hingað til og krappið sem þeir hafa boðið okkur upp á og kalla lausnir.

Það verður annar skellur á næstu vikum eins og Lehmans Br. skellurinn nema mun þyngri.
Og við vesalingarnir, eigum að treysta þínum mönnum fyrir þjóðinni! Brandari

Heiða B. Heiðars, 13.1.2009 kl. 03:42

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Stefán. Ég tek undir það að hún nísti inn að hjartarótum þessi spá Wade en ég er ekki eins bjartsýn og þú virðist vera um að hún gangi ekki eftir. Það hlýtur að vera eðlilegt að restin af spilaborginni falli og að það taki sex til átta mánuði fyrir þann hluta sem lífseigastur er. Allt byggði þetta á sama meiði þ.e. að menn væru duglegir að eyða peningum og hefðu mikið umleikis. " Krónur sem koma bara" er ágætt dæmi um það. Landsbankinn er ekki að auglýsa það núna að krónur fari bara líka því miður (í Icesavesúginn). Sömu aðilar og sögðu að íslenska bankakerfið hefði "tryggt sig" eftir að þeir fengu á sig gagnrýnina erlendis frá og "þyldi betur" niðursveiflu, segja núna það sama um áföll vegna heimskreppunnar. Við getum ekki verið svo barnaleg að trúa því þegar sömu menn segja þetta, þó við viljum gjarnan trúa á hið góða. Auðvelt er að skilja Geir Haarde sem reynir að telja kjark í þjóðina en svo kemur Þorgerður Katrín og hefur mestar áhyggjur af glæsihöll sem er gæluverkefni ríkis og borgar og má alveg bíða betri tíma. Hún er líka alveg gáttuð á aðgerðir við St. Jósepsspítala, sem er í hennar kjördæmi, en þetta er verkefni sem ekki hefur sprottið upp úr kreppunni heldur stefnuskrá flokksins hennar. Hún veit að stuðningsmenn hennar skilja hvað klukkan slær en heldur að aðrir trúi þessum málflutningi hennar. Æ nú er ég alveg að missa mig í pólitík og því best að hætta að sinni. Fínn pistill hjá þér kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.1.2009 kl. 10:20

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég nenni ekki að fara út í skítkast á borð við það sem Þór og Heiða eru sérfræðingar í. Ég veit bara það að við eigum enga framtíð ef við sökkvum okkur í neikvæðni og barlóm. Eina sem ég gerði hér var að benda á að ástandið í haust geti ekki endurtekið sig. Þá voru allir steinsofandi og blindir fyrir ástandinu. Sjáið bara fjölmiðlana. Við höfum opin augun núna, það er meira en var þá. Nú reynir auðvitað á allt kerfið. Bretland sem níddist á okkur gæti tekið vænan skell og fleiri auðvitað. Þetta er mikið óvissuár og vandinn er alþjóðlegur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.1.2009 kl. 11:37

6 identicon

Sælt veri fólkið.  Sé ekkert "skítkast" hér bara mismunandi skoðanir!  Allar skoðanir eiga rétt á sér.  Ef menn eru að setja texta á netið er viðbúið að fólk komi með aðra sýn á þetta.  Er í Lettlandi og þar er allt á fullu, niður.  Svipað dæmi og á Íslandi hvar menn voru að sýsla ógætilega með annara manna fé!

Valbjörn (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:47

7 identicon

Pistill Stefáns Friðriks gefur ekkert tilefni til skítkasts. Hann er bara að tjá þessa tilfinningu sem er sveifla milli bjartsýni og bölsýni. Þetta er góður pistill en því miður örlar lítið fyrir bjartsýni hjá mér um þessar mundir og ég er reyndar svartsýnni en Wade sjálfur. Með kveðju.

Finnur Bárðarson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:18

8 identicon

... Vona það besta og BÚA OKKUR UNDIR ÞAÐ VERSTA...!

kristin (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:31

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Það er rétt Stefán að skítkast er óþarfi en málefnaleg gagnrýni á rétt á sér. Þegar ég var í Landsbankanum lærði ég það að gagnrýni er gjöf og þakka ber gefandanum. En að enginn hafi vitað þetta er fullyrðing sem stenst ekki. Þegar ég var stödd í Florida í febrúar 2008 var þar maður sem sagði okkur sem þar vorum að við ættum að selja hlutabréfin okkar strax og taka sparifé okkar út í evrum meðan gengi væri gott því í að 5-6 okt í myndu bankarnir fara á hausinn. Þetta var ekki miðill bara bankalögfræðingur. Ég var nú ekki að trúa þessu "neikvæðnikjaftæði" þó ég væri oft búin að spá því sjálf að "ungu strákarnir" myndu setja bankann á hausinn (Landsbankann(minn))Það er aftur á móti rétt að fjölmiðlarnir héldu flestum sofandi og menn vöknuðu almennt bara í frjálsu falli á blaðamannafundi forsætisráðherrans. Vandinn er að hluta til alþjóðlegur og vonandi erum við búin að bíta í súrasta bitann. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.1.2009 kl. 12:33

10 identicon

Þessar spár eru götóttar og ómarkvissar. Það er ljóst núna að Seðlabanki Íslands er gjaldþrota og nýju bankarnir líka. 5 milljarða tap á síldveiðum var talið rothögg, hvað um 165 milljarða gat á fjárlögum? Það sem bíður okkar eru matarmiðar og stærstu súpueldhús Evrópu í Laugardalnum og Egilshöllinni. Atvinnuleysishorfur eru stórlega vanmetnar. Atvinnuleysi gæti hæglega farið upp í 30% og áður en árið er liðið verðum við hugsanlega komin á framfæri alþjóðasamfélagsins eins og vesölustu ríki þriðja heimsins.  Með stærri þjóðum hafa vandamál af þessu tagi yfirleitt verið leyst með því að fara í stríð, en við hvern eigum við að fara í stríð? Okkur sjálf? Það lítur út fyrir það en óvíst að það hjálpi neinum. Úr jarðvegi sem þessum geta sprottið miklir lýðskrumarar sem komast til æðstu valda og metorða. Vörumst þeim!

caramba (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:46

11 identicon

Það sofa allir enn... allt er eiginlega í sömu stöðu nema það að hinn almenni borgari sýpur seiðið af gjörninum elítunnar.
Spurningin er hvort gamla íslenska gleymskugenið leiði ísland í algera glötun... það er eitthvað sem stjórnmálamenn virðast vera að vona(Að við gleymum)

DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 12:49

12 identicon

"Ég held að ástandið í haust geti ekki endurtekið sig."

Hvað hefurðu fyrir þér í því að þetta geti ekki gerst aftur. Er það óskhyggja eða gamli fílungurinn að þetta reddist bara.

  Vill benda þér á að nýju bankarnir eru ekki byrjaðir að afskrifa kröfur hvorki hjá einstaklingum eða fyrirtækjum. Hvað gerist þá falla þeir aftur.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:18

13 identicon

Ég held að það eitt sem gleymist ... hér eru og verða íslenskir stjórnmálamenn við völd.  Þeir munu sofa á verðinum.  Vertu viss.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 16:38

14 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"Kapp er best með forsjá" segir máltækið,það er kannski það sem  við verðum að skoða núna eftir fallið einnig/Misvitrir menn eru nógir og láta i sér heyra,það hálfa væri nóg, það þarf að taka mark í því sem gerðist og skoða hvað er best i stöðunni/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 13.1.2009 kl. 17:20

15 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ég er ekki hissa þó að þeta muni endurtaka sig og jafnvel verra,,,,,,,,, ég trúi smk þessum manni á meðan stjórnvöld sofa hér og aðrir ráðamenn. Mér finst ég aldrei hafa séð það hreinlega svartara..........það er allt að fara til andskotans....... þetta er ekki skítkast þetta er einungis mín skoðun.......Mér finst gleyma að draga seglin saman á ansi mörgum stöðum td tengt Alþingi og öðrum ríkisstarfsmönnum.................. bankamenna, , fólk í fj´rmálaeftirlitinu osfrv á ég að treysta þessu??     Alþingi er sko að vinna fyrir þjóðina til þess var það kosið....... en mér sýnist vera það einhver viðsnúningur, finst við bara hunsuð,,,,,,,,,,,ussssssssss

Erna Friðriksdóttir, 14.1.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband